Linda Ben

Private: Lífstíll

Flórída yfir jólin

No Comments

Seinustu jól voru með örlítið öðru sniði þetta árið þar sem við fengum að njóta þeirra í Flórída í 28°C með fjölskyldu minni. Mig hefur lengi langað að deila þeirri upplifun með ykkur þar sem þetta var alveg frábært og mæli ég heilshugar með því að upplifa jól í öðru landi að minnsta kosti einu á ævinni, helst oftar.

Við leigðum okkur hús í vöktuðu hverfi sem heitir Champions Gate og get ég ekki mælt meira með þessu hverfi. Húsið okkar var alveg frábærlega staðsett, það var nálægt klúbbhúsinu en það tók aðeins 2 mín að labba þangað. Klúbbhúsið var með frábæran sundlaugagarð þar sem var fullt af barnvænum sundlaugum sem voru allar upphitaðar. Það var líka góður veitingastaður í klúbbhúsinu og auðvitað sundlaugarbar með frábærum kokteilum. Það hefði svo verið hægt að fara í bíó, í ræktina og ýmislegt annað en við gáfum okkur þó aldrei tíma í það, þar sem veðrið var heldur betur frábært.

IMG_3155

Jólin voru örlítið lituð af þessum lífgæðum sem við vorum stödd í, ég hef allavega ekki átt jafn afslöppuð jól frá því að ég var krakki. Ég bakaði til dæmis ekkert á meðan við vorum úti, ég var í alvörunni veðurtept utandyra, veðrið var bara alltof gott til að vera inni að baka. Það var því brugðið á það ráð að kaupa tilbúnar smákökur í Publix sem slóu heldur betur í gegn.

orlando jól champions gate

orlando jól champions gate

Við höfðum grínast með það áður en við fórum út, hversu fyndið það væri að vera öll í svona náttfata heilgalla á meðan við værum úti. Ég hélt að þetta hefði ekki verið neitt annað en saklaust grín. Það kom svo í ljós þegar við komum út að Ragnar hafði keypt svona glæsilega galla fyrir okkur. Mér fannst þetta alltof fyndið!

orlando jól champions gate

Mætt í LEGO land og okkar maður í skýjunum!

orlando jól champions gate

Róbert okkar er mjög mikill Lego aðdáandi og því var ákveðið að fara í LEGO land sem var virkilega skemmtilegt. Hann algjörlega missti sig þegar við komum í Ninjago hlutann en þeir kallar eru í mjög miklu uppáhaldi hjá honum. Hann er þó alls ekki mikið fyrir rússíbana eða neitt slíkt og því runnu á hann tvær grímur þegar við mættum inn í 7D bíó þar sem við áttum að slást við ninjur, eins og sést á myndinni hérna. Honum fannst það samt ótrúlega skemmtileg, en vildi samt ekki fara aftur, eins og hann sagði sjálfur.

IMG_1805

Sundlaugagarðurinn í klúbbhúsinu var hreint út sagt frábær! Fullt af barnvænum sundlaugum, sundlaugabar, veitingastaður og að meira að segja lítil hús sem hægt var að leigja fyrir yngstu dömuna til að lúlla í á daginn. Allt var þetta svo snyrtilegt og fallegt.

orlando jól champions gate

orlando jól champions gate

Sundlaugarnar voru allar upphitaðar, sem er rosalega gott á þessum árstíma því veðrið getur verið mjög happ og glapp. Það var risastór en grunn sundlaug þar sem gott var að vera í sólbaði við sundlaugarbakkann. Þannig var hægt að fylgjast vel með börnunum á meðan þau voru að leika og tók maður aldrei augun af þeim. Rétt hjá var “lazy river” sundlaug þar sem maður flaut á gúmmíhring í glæsilegri laug. Það kemur kannski ekki á óvart þegar ég segi að strákarnir hafi alveg verið að fýla hana.

orlando jól champions gate

orlando jól champions gate

Við fórum öll í Down Town Disney sem er svona fría útgáfan af Disney garðinum, það var alveg 100% nóg fyrir okkar með en krúttálfarnir voru alveg búnir á því eftir daginn og sofnuðu í tvíburakerrunni í Uniclo.

Svo gott sem hver einasti dagur hófst á því að fara út að hlaupa um hverfið. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri erlendis er að fara út að hlaupa. Það er bara eitthvað við það að hreyfa sig í þessum hita í fallega umhverfinu sem umleikur mann. Fyrir mér er afskaplega fátt betra og fæ ég gríðarlega orku úr þessu. Ég viðurkenni það líka alveg að hlaupin gerðu alveg heilmikið fyrir matarlistina sem er aldrei slæmt þegar maður er staddur í bandaríkjunum, hvað þá á jólunum.

orlando jól champions gate

Svo er best hægt að lýsa jólunum í Flórída, byrjað var á því að fara út að hlaupa, morgunmaturinn tekinn út í garði heima við sundlaugina, svo var ferðinni heitið á klúbbhúsið á sundlaugarbakkann þar. Því næst var farið að versla örlítið í mollinu og dagurinn jafnvel kláraður á einhverri veitingastaða keðjunni.

orlando jól champions gate

Á aðfangadag bárum við fram ekta amerískan kalkún og opnuðum svo pakkana samkvæmt al-íslenskum sið. Jóladagur byrjaði á léttu útihlaupi um hverfið, svo beint í ekta amerískan jólabrunch með öllu tilheyrandi. Dagurinn fór svo í það að liggja á sundlaugarbakkanum og njóta. Um kvöldið bárum við fram heilsteikta nautalund borna fram með rjómasveppasósu, bökuðum aspas og bökuðum kartöflum, sýrðum rjóma, beikoni og rifnum osti.

orlando jól champions gate

Húsið okkar sneri akkurat rétt og vorum við með sól í garðinum allan daginn, það er eitthvað sem fólk þarf virkilega að hafa í huga þegar það leigir sér hús erlendis.

orlando jól champions gate

Hér var svo unga manninum kenndir golf taktar af golf snillingnum sjálfum, pabba.

Mér þætti gaman að heyra í athugasemdum hér fyrir neðan ef þú hefur eytt jólunum erlendis, hvar það hefur verið og hvernig upplifunin var.

Bestu kveðjur

Linda Ben.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5