Linda Ben

Lífstíll

Jóladagatal fyrir fagurkera

No Comments

Ég, eins og margir aðrir, er farin að huga að undirbúning jólanna. Ég er nú þegar búin að gera nokkrar uppskriftir fyrir ykkur og mynda það sem ég mun setja á bloggið þegar nær dregur jólum. Einnig eru nokkrar hugmyndir að fæðast í kollinum sem ég á eftir að framkvæma, það verður því nóg um að vera hér fyrir jólin.

Að mínu mati er bara svo mikið betra að byrja jólaundirbúninginn snemma. Þá er hægt að njóta jólanna meira með fjölskyldunni og gera jafnvel skemmtilegri hluti en að hanga í búðum. Ég er þó persónulega ekki það skipulögð að ég hafi náð að klára allt mörgum dögum fyrir jól, en mig dreymir um að vera það einn daginn.

_MG_1845

Á mínu heimili eru jóladagatöl mikilvægur þáttur í undibúningi jólanna. Undanfarin ár hef ég gert sjálf dagatal fyrir okkur fjölskylduna sem maðurinn minn og sonur fá að opna. Dagatalið hef ég gert með því að kaupa litla poka með jólamyndum og raða í þá ýmisu smádóti og jólaskrauti sem gaman er að fá. Einnig hef ég skilið eftir miða í pokunum með fallegum setningum og loforðum um t.d. góðan mat og dekur.

_MG_1843

_MG_1859

Þó það sé æðislega gaman að gera sjálf jóladagatal þá hefur mér yfirleitt fundist eitthvað vanta fyrir mig líka. Þetta árið er jóladagatalið mitt frá L’occitane. Þeir sem þekkja mig vita að ég er kolfallinn snyrtivöruaðdáandi en ég hef þó lítið látið það í ljós á blogginu. Til að mynda vann ég við það að ráðleggja fólki í snyrtivörukaupum í nokkur ár, sem mér þótti æðislega skemmtilegt starf. Persónulega þykir mér skemmtilegast að prófa nýjar og vandaðar húðvörur. Því hittir þetta jóladagatal algjörlega í mark þar sem L’occitane er þekkt fyrir vandaðar og góðar húðvörur.

_MG_1857

Í jóladagatalinu er að finna allar mest seldu vörur L’occitane fyrir líkama og andlit í ferðastærðum. Fyrir þá sem finnst betra að vita hvað er verið að kaupa þá er listi yfir allar vörurnar sem er að finna í dagatalinu aftan á kassanum. Mér finnst skemmtilegra að lesa sem minnst og fá því óvænta gjöf á hverjum degi fyrir jól. Ég rak hins vegar augun í að það er auka gluggi, eða 25. glugginn sem veitir manni 20% afslátt í búðinni. Það er kjörið til þess að nýta sér til að versla þær vörur sem manni líkar best úr jóladagatalinu.

_MG_185h8

Dagatalið er æðislega fallegt eins og þið sjáið hér á myndunum.

_MG_1860

Mér finnst gaman að segja ykkur frá því að þessa dagana fylgir glaðningur með öllum keyptum vörum í búð L’occitane Kringlunni á meðan birgðir endast. Hjá L‘Occitane er hægt að finna fallegar dekurvörur fyrir alla á jólagjafalistanum. Einnig ef sagt er #jól2017 við kassann dagana 2.-7. nóv þá fáið þið handáburð með öllum kaupum.

_MG_1865

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er unnin í samstarfi við L’occitane

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5