Linda Ben

Private: Lífstíll

Nýtt svart og matt matarstell

No Comments

Ég sá á dögunum alveg guðdómlega fallegt matarstell sem ég bara varð að eignast.

Diskarnir eru framleiddir af LindDNA sem er danskur framleiðandi sem stendur fyrir því að endurnýta efni og skapa einstaklega fallegar vörur, allar vörurnar eru hannaðar og smíðaðar í Danmörku. LindDNA fæst í Modern sem er mín allra uppáhalds búð, ég elska þegar maður finnur búð sem endurspeglar stílinn manns sem mér finnst Modern gera fyrir mig. LindDNA er aðallega þekkt fyrir diskamotturnar sínar sem eru unnar úr endurnýttu leðri, sem eru ekki bara fallegar og skreyta mikið heldur eru alveg ótrúlega góðar. Diskamotturnar líta út fyrir að vera úr hefðbundnu leðri en þær eru alveg ótrúlega sterkar! Þær eru vatnsvarðar, þola hita, eru einstaklega sterkar og virkilega auðvelt að þrífa þær. Mér finnst nefninlega ekkert leiðinlegra en diskamottur sem er erfitt að þrífa, sem er mjög alengt, áður en ég eignaðist þessar mottur notaði ég því diskamottur mjög sjaldan, en LindDNA motturnar eru það þægilegar og sterkar að ég nota þær nánast daglega.

LindDNA nýtt matarstell, svart matt

Matarborðið sem ég er með núna er svart, því finnst mér alveg ótrúlega fallegt að hafa gráar mottur með svörtu diskunum mínum. En LindDNA motturnar koma í allskonar litum og á ég eflaust eftir að fjárfesta í fleiri litum. Þú getur skoðað allt úrvalið hér.

LindDNA nýtt matarstell, svart matt

Diskarnir eru í sömu einstöku lögun og motturnar sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt. Þeir eru svartir, mattir og gera allan mat svo girnilegan. Ég fýla svarta diska mjög mikið, litirnir í matnum poppa svo skemmtilega út og í mínu tilfelli er heildar myndin af matarborðinu fágaðri þegar ég nota svarta diska.

LindDNA nýtt matarstell, svart matt

Hnífapörin mín eru frá Eightmood og glösin að sjálfsögðu frá Frederik Bagger sem ég fæ bæði í Modern.

LindDNA nýtt matarstell, svart matt

Ef þú hefur gaman að umfjöllunum eins og þessari þá má ég til með að benda þér á Instagramið mitt www.instagram.com/lindaben, ég er mikið virkari þar í öllum heimilis og innanhús umfjöllunum þar, enda að byggja mitt eigið hús og nóg að gera.

Þú finnur Instagramið mitt hér.

Þangað til næst!

Þín, Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5