Linda Ben

Lífstíll

Persónuleg gestabók í skírnarveislu

No Comments

Seinustu helgi var systur dóttir mín skírð. Ég hjálpaði systur minni með undirbúninginn og hafði alveg virkilega gaman að. Við ákváðum að reyna gera sem mest sjálfar bæði til þess að spara kostnað og til þess að veislan væri sem persónulegust og skemmtileg.

Við fórum saman í A4 og keyptum í gestabók, kerti, innpökkunarpappír og skraut. Gestabókina gerðum við þannig að hún var aðallega hugsuð sem bók um fyrsta ár litlunnar, þar sem einn kafli í bókinni var gestabók úr skírninni.

_MG_7273

Við keyptum fallega auða gormabók með brúnum blöðum og svörtum gorm. Í hana skrifuðum við með silfurlituðum penna, spurningar og svör um fyrstu mánuði barnsins. Systir mín var búin að prenta út myndir af litlunni frá fyrstu dögunum og einnig úr ungbarna myndatökunni til þess að líma inn í bókina. Það góða við að nota gormabók í þessum tilgangi er að ef eitthvað misheppnast er auðveldlega hægt að rífa blaðsíðuna úr og byrja upp á nýtt án þess að neinn taki eftir því.

_MG_7279

Spurningarnar sem við skrifuðum inn í bókina fyrir veislu voru eftirfarandi:

  • Settur dagur var… + sónarmyndir
  • Meðgangan gekk þannig… + bumbumynd
  • Ég kom í heiminn þann…, ég vó…., og var…. cm + fyrsta myndin af barninu
  • Stutt fæðingarsaga (útfært eins og þú vilt segja barninu) + mynd
  • Fyrsti dagurinn og nóttin heima + mynd
  • Lýsing á útliti barnsins, hverjum líkist það? + fjölskyldumynd
  • Fyrsta baðferðin + mynd af barninu í baði
  • Stutt frásögn um fyrstu daga barnsins, hvenær byrjaði það að þyngjast og annað skemmtilegt + mynd
  • Skírnardagurinn, hvað er barnið gamalt? + blek stimpilmynd af höndum og fótum
  • Gestabók – Gestir skírnarveislunnar skrifa nafnið sitt í þennan kafla bókarinnar + myndir úr veislunni.

Bókin sló alveg í gegn í veislunni, fólk hafði svo gaman að því að fletta í gegnum hana sjá hvernig fyrstu dagarnir voru. Það verða svo áfram skrifaðar blaðsíður inn í þessa bók út árið um fyrsta ár barnsins. Flest börn elska svo mikið að skoða svona bækur um sjálft sig að ég er alveg viss um að þegar stelpan verður aðeins eldri þá mun þetta verða uppáhalds bókin hennar til að fletta í gegnum.

IMG_7613g

Kertið sem við gerðum var ofur einfalt og fallegt. Við keyptum hvítt 17 cm hátt kerti, silfurlitaðan föndur vír og fölbleikan límbandsborða í A4. Ég byrjaði á því að setja bleika límborðann neðst á kertið. Krossinn vafði ég úr vírnum með því að gera fyrst þrefalda 10 cm lykkju, búa svo aftur til þrefalda 7 cm lykkju þvert á stóru lykkjurnar (aðeins fyrir ofan miðju) og vefja svo um þar sem lykkjurnar mætast, klippa á vírinn aftan á mótunum og skilja eftir 1 cm bút til að stinga inn í kertið. Svo notaði ég töng til þess að klippa enda lykkjanna í sundur. Þá stakk ég krossnum inn í kertið með bútnum sem stóð út aftan á krossinum. Loks vafði ég blúndu utan um kertið og setti á bakka.

_MG_7722

Ég pakkaði inn gjöfinni frá okkur fjölskyldunni inn í rose gold pappír, skreytti hann með möttu fölbleiku skrautbandi og hafði þetta ofur krúttlega smábarnatásu kort með.

_MG_7278

IMG_7606

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er unnin í samstarfi við A4 og þar fást allar vörur sem fjallað er um hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5