Linda Ben

3 hugmyndir að bragðgóðum samlokum

Recipe by
15 mín
| Servings: 3 samlokur

Margir setja sér markmið í janúar fyrir nýja árið og er það vinsælt að fólk setji það sér sem markmið að hætta eyða í óþarfa. Eitt af því sem ég flokka sem óþarfa er að kaupa of oft tilbúinn mat í nesti. Það er nefninlega yfirleitt mikið ódýrara að gera matinn heima og þannig hægt að spara sér heilmikinn pening. Þess vegna hef ég tekið saman þrjár hugmyndir af bragðgóðum og hollum samlokum sem haldast góðar allan daginn.       _MG_3401

Kostir þess að taka með nesti:

  • Með því að taka nesti er maður að spara heilmikinn pening.
  • Hollara.
  • Sparar tíma í matartímanum.
  • Bragð betra.
  • Aðlagað að þínum smekk.
  • Umhverfisvænni kostur ef notaðar eru fjölnota umbúðir.

_MG_3391

_MG_3392

Laxa og avocadó samloka

  • Gróft brauð
  • 1 avocadó
  • Reyktur lax
  • Rjómaostur
  • Sætt sinnep
  • svartur pipar

Aðferð:

  1. Smyrjið rjómaostinum á báðar hliðar brauðsins.
  2. Skerið avocadóið í sneiðar og skerið nokkrar sneiðar af reykta laxinum og leggið á brauðið.
  3. Setjið sætt sinnep á laxinn ásamt svörtum pipar.

_MG_3395

_MG_3396

Hrásinku-grænmetisloka

  • Gróft brauð
  • Majónes
  • Sætt sinnep
  • Salat
  • Rauð paprika
  • Hráskinka
  • Parmesan ostur
  • Svartur pipar

Aðferð:

  1. Smyrjið brauðin með majónesi og sinnepi.
  2. Skolið grænmetið og þerrið vel, raðið salatinu á brauðið og skerið paprikuna í sneiðar og setjið á brauðið ásamt hráskinkunni.
  3. Kryddið með pipar og rífið parmesanost yfir.

_MG_3397

_MG_3399

Tómat, mosarella og basilloka

  • Vel ristað gróft brauð
  • Örlítil ólífuolía
  • Sætt sinnep
  • Tómatur
  • Mosarella
  • Basil
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið smá ólífuolíu á brauðið og smyrjið með Bahncke sætu sinnepi.
  2. Skerið tómatanana og nokkrar sneiðar af mosarella, raðið á brauðið ásamt ferskri basil.
  3. Kryddið með salti og pipar.

Auka tips

Þar sem við erum öll að passa upp á náttúruna okkar má ég til með að minna ykkur á að pakka samlokunum ykkar frekar inn í umhverfisvænan smjörpappír frekar en að setja þær til dæmis í poka. Brauðið helst þannig líka ferskara lengur.

_MG_3410

_MG_3417

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njóttu vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5