Linda Ben

Brownie kaka með smjörkremi og hnetusmjörs-rice crispies toppi – Þess slær allstaðar í gegn!

Recipe by
1 klst og 30 mín
Prep: 45 mín | Cook: 45 mín | Servings: 12 manns

Mig langar að kynna ykkur fyrir ómótstæðilegri köku. Hún samanstendur af brownie botni, smjörkremi og hnetusmjörs-rice crispies toppi.

Ótrúlegt en satt þá er þetta einfaldasta en á sama tíma besta kaka sem hægt er að gera. Þessi slær heldur betur í gegn hvar sem hún er borin fram!

Innihaldsefni:

  • 1 poki Betty Crocker Brownie mix (Ultimate Chocolate Brownie Mix með Herhey’s Súkkulaði)
  • Vatn, olía og egg eins og beðið er um á pakkningunni
  • 1 bolli Betty Crocker smjörkrem (Whipped Butter Cream Frosting)
  • 1/2 bolli salt hnetur
  • 2/3 bolli Skippy hnetusmjör
  • 1 1/3 bolli Hershey’s súkkulaðibitar
  • 2 bollar Rice Crispie’s

Aðferð:

  1. Brownie-in er útbúin eins og sagt er á pakkanum, deigið sett í 25 cm hringform sem hefur verið smurt með olíu.
  2. Kakan er svo bökuð í ofni í 45 mín við 175°C.

Kakan er svo kæld áður en haldið er lengra en á meðan hún kólnar er smjörkremið útbúið.

Innihald:

  • 120 g smjör
  • 200 g flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Öllum innihaldsefnum er blandað saman og hrært þangað til kremið verður létt og loftmikið.
  2. Þegar kakan hefur kólnað fullkomlega er smjörkreminu smurt á kökuna og salt hnetum dreift yfir.
  3. Hnetusmjöri og súkkulaði er brætt saman yfir vatnsbaði, rice crispiesinu er blandað vel saman við.
  4. Blöndunni er svo dreift jafnt yfir kökuna.

Leyfið kökunni aðeins að kólna áður en hún er skorin.

_MG_4265

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5