Linda Ben

Chilli pottréttur – brjálæðislega bragðgóður og hollur réttur

Recipe by
1 klst
Prep: 15 mín | Cook: 45 mín | Servings: 4 manns

Þessi ofurbragðgóði pottréttur er stútfullur af hollustu og svo einfaldur að útbúa. Í hann er hægt að nota afgangs kjúklingakjöt, kalkúnakjöt eða einfaldlega það sem þú átt til.

Ég eldaði heilann kjúkling og setti svo kjötið af honum í pottréttinn, hann var því mjög matarmikill. Ef þú átt til minna af kjöti eða borðar ekki kjöt þá mæli ég með þú setir eina dós af pinto baunum út í réttinn, í baununum er að finna mikið af hollum próteinum sem eru góð fyrir okkur.

Einnig er hægt að setja nánast hvaða grænmeti sem þú átt út í réttinn, leyndarmálið til að gera réttinn góðan og bragðmikinn er að leyfa honum að malla vel á eldavélinni svo öll brögðin blandist vel saman.

_MG_5763 copy

Innihald:

  • 1 rauðlaukur
  • 2 vorlaukar
  • 1 gul paprika
  • 2 stórar gulrætur
  • 1 rauður chilli
  • 1 tsk cumen
  • 1 tsk reykt paprikukrydd
  • salt og pipar eftir smekk
  • eldað kjúklingakjöt
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • valmöguleiki: 1 dós pinto baunir

Aðferð:

  1. Rauðlaukur, vorlaukur, paprika, gulrætur og chilli er skorið niður í bita og steikt í djúpripönnu eða potti með ólífuolíu.
  2. Setjið kryddið út á pönnuna ásamt kjúklingakjötinu og leyfið að malla svolítið.
  3. Setjið svo niðursoðnu tómatana út á pönnuna ásamt pinto baununum ef þið veljið það og hitið að suðu.
  4. Leyfið réttinum að sjóða í hálftíma svo grænmetið soðni í gegn, öll brögðin blandist vel og áferð réttarins verður þykkari.

Á meðan rétturinn mallar á helluborðinu er gott að nýta tímann til þess að sjóða gróf hrísgjrón, ég valdi mér hrísgrjón frá Bob’s Red Mill sem er blanda af villtum og grófum hrísgrjónum. Líka er gott að hafa sýrðan rjóma og guacomole með en það er einfalt að útbúa:

Innihald:

  • 1 fullþroskað avocado
  • 1 msk sýrður rjómi
  • 1 maukaður hvítlaukur
  • 1 tsk sítrónusafi

Allt blandað saman í Nutribullet.

_MG_5795 copy

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5