Linda Ben

Dásamleg hafra brownie

Recipe by
Prep: 20 mín | Cook: 35 mín | Servings: 55 mín

Ótrúlegt en satt þá er meira en mánuður síðan ég bakaði seinast! Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa því þegar ég fattaði það! Ég held í alvörunni að það séu mörg ár síðan það gerðist seinast.

Seinast þegar ég bakaði var 8. desember og ég og sonur minn ákváðum að gera eitthvað smá jóló saman áður en við færum til útlanda, en við fjölskyldan eyddum jólunum saman úti í Flórída. Þar var veðrið hreint út sagt stórkostlegt og því ekkert bakað þó svo að ég hafi ætlað mér að gera það.

_MG_4107

Eftir að ég kom heim hef ég verið mikið að elda, en einhvernveginn ekki farið út í það að baka. Mig grunar að ástæðan sé að mig langaði að borða aðeins meira hollt. Ætli ég hafi ekki smitast svolítið af andanum í þjóðfélaginu án þess að ég hafi áttað mig á því.

Um daginn ákvað ég að baka aðeins hollari brownie en gengur og gerist. Þessi kaka er þó í alvörunni kaka, með sykri og öllu því en hefur að geyma holl innihaldsefni líka. Svona góði millivegurinn myndi ég segja. Kakan er þétt, mjúk og klístruð, eitthvað sem myndi kallast fudgy á ensku, en ég veit ekki til þess að við íslendingar séum með nógu gott íslenskt orð til að lýsa þessari áferð rétt.

_MG_4112

_MG_41k16

_MG_4128

_MG_4146

_MG_4162

_MG_4173

Nauðsynlegt er að nota mjög gott súkkulaði múslí í þessa uppskrift.

Ef þú elskar brownie og hafraklatta þá munt þú elska þessa köku! Ég mæli með að bera hana fram með þéttum rjóma þó svo að ég sé ekki með rjóma á myndunum. Hreinskilnislega sagt þá átti ég ekki til rjóma þegar ég tók myndina, en það var þó farið í búðina áður en hún var borðuð.

Dásamleg hafra brownie

  • 120 g smjör
  • ¾ dl sykur
  • ¾ dl sýróp
  • 1 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • 140 g hveiti
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk lyftiduft
  • 2 dl súkkulaði og hindberja Múslí
  • 100 g súkkulaði

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 160ºC.
  2. Þeytið smjörið í hrærivél þangað til það er létt og loftmikið, bætið sykrinum og sýrópinu saman við, þeytið saman. Bætið egginu saman við.
  3. Bætið við vanilludropum og salti, þeytið saman við.
  4. Bætið út í hveiti, matarsóda og lyftidufti, blandið saman.
  5. Bætið út í múslíi og hrærið saman.
  6. Skerið niður súkkulaðið nokkuð fínt niður og blandið saman við.
  7. Setjið smjörpappír í 18 cm kökuform (eða álíka stórt) og hellið deiginu í formið. Ástæðan fyrir því að ég nota smjörpappír er að mér fannst það fallegt og henta fyrir myndatökuna, ef þið viljið ekki hafa smjörpappír þá endilega smyrjiði formið á hefbundinn hátt og hellið deiginu í formið.
  8. Bakið í um það bil 35 mín eða þangað til kakan er orðin þétt í gegn.
  9. Berið fram volga með rjóma.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_4107

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5