Linda Ben

Döðlu og banana brauð

Döðlu og banana brauð

Banana og döðlu brauð

  • 2 vel þroskaðir bananar
  • 100 g mjúkar döðlur
  • 50 g smjör
  • 2 egg
  • 1 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • ½ dl mjólk
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk kanill
  • 2-3 msk heslihnetukurl

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
  2. Bræðið smjörið, steinhreinsið döðlurnar og skerið í litla bita.
  3. Hrærið egg og sykur þar til létt og ljóst.
  4. Bætið hveiti, lyftidufti og kanil í deigið, blandið vel saman.
  5. Bætið smjörinu og döðlunum útí ásamt stöppuðum bönunum og mjólk í deigið, blandið vel saman.
  6. Setjið deigið í brauðform sem hefur verið klætt með smjörpappír, toppið með heslihnetukurli og bakið í u.þ.b. 45 mín.

Döðlu og banana brauð

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5