Linda Ben

Einfaldir lime skyrköku bitar

Recipe by
1 klst og 30 mín
Cook: 25 mín

Þessir hafra skyrköku bitar eru svo ótrúlega góðir! Strákurinn minn alveg dásamar þessar kökur eins og þið eflaust sjáið á myndinni þar sem hann nælir sér í eina á meðan ég var ennþá að smella af myndum. Fyrirmynd mín af þessum kökum er hin al-ameríska Key-lime pie nema þessar eru töluvert heilsusamlegri en alveg jafn bragðgóðar, ef ekki betri.

Einföld skyrkaka

Einföld skyrkaka, Linda Ben

Einföld skyrkaka, Linda Ben

Mér finnst allavega alltaf betra þegar ég baka eitthvað gott að það sé smá hollt í bakstrinum. Eins og við öll vitum er skyr próteinríkt og hafraköku botninn er fullur af næringu og góðum trefjum. Það er því engin ástæða til að fá samviskubit yfir því, missi maður sig í því að háma þessar kökur (kemur stundum fyrir á þessu heimili).

Einföld skyrkaka, Linda Ben

Ég er persónulega rosalega hrifin af skyrinu frá Örnu mjólkurvörum, áferðin er mjög góð og bragðtegundirnar ótrúlega skemmtilegar og góðar. Epla og lime skyrið hentar mjög vel í bakstur sem þennan þar sem lime bragðið skín vel í gegn

Hafraköku botn

  • 2 dl heilhveiti
  • 2 dl haframjöl
  • 1 dl púðursykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 70 g smjör/smjörlíki
  • 3 msk grænmetisolía
  • safi úr 1 lime

Epla og lime skyrköku fylling

  • 2 dósir epla og lime skyr frá Örnu mjólkurvörum
  • 3 msk sykur
  • 4 msk heilhveiti
  • 1 egg
  • börkur af 1 lime

Hvítur súkkulaðihjúpur

  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 1 msk rjómi frá Örnu mjólkurvörum

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 165°C.
  2. Blandið saman heilhveiti og haframjöli ásamt púðursykri, lyftidufti og salti.
  3. Bræðið smjörið, blandið olíunni og lime safanum saman við. Blandið því svo saman við hafrablönduna. Deigið á að klessast auðveldlega saman og haldast klesst. Ef blandan er of þurr setjiði örlítið meira af smjöri/smjörlíki en ef blandan er of blaut bætiði meira haframjöli saman við.
  4. Setjið pappírs muffinsform í muffinsálbakka. Þrýstið 1 msk af deigi ofan í hvert form þannig það þekji botninn (u.þ.b. 1 cm lag).
  5. Í aðra skál blandið saman skyri, sykri, heilhveiti, eggi og lime berki. Fyllið upp muffinsformin af skyrköku deiginu og bakið í 25 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  6. Kælið kökurnar vel og takið svo pappírsformin varlega utan af þeim.
  7. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið rjómanum saman við. Kælið súkkulaðið örlítið svo það stirni smá og setjið u.þ.b. 1 msk af súkkulaði á hverja köku, að mínu mati er það bara fallegra ef súkkulaðið lekur aðeins með hliðunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Einföld skyrkaka, Linda Ben

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu mjólkurvörur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5