Linda Ben

Einfalt og fljótlegt kjúklingasalat sem bragð er af!

Recipe by
15 mín
| Servings: 3 manns

_MG_6629

 

Ég nýti mér það stundum að kaupa tilbúinn eldaðan heilan kjúkling þegar ég er með eitthvað í matinn sem krefst kjúlingabita eins og til dæmis salat eða pítur, mér finnst það alveg ótrúlega þægilegt og gott. Þá get ég líka frekar dúllað mér við matinn og mögulega að leggja fallega á borðið.

Það er eitthvað við það að raða salatinu á disk sem heillar mig alveg, fyrir mér er það miklu skemmtilegri framsetning heldur en ofan í skál og öllu blandað saman.

_MG_6652

Ég hef tekið eftir því hversu góð olían af fetaostinum frá Örnu mjólkurvörum er. Mér finnst að þegar ég nota fetaostinn þeirra þá þarf alls enga salat dressingu með. Olían af fetaostinum er meira er nóg fyrir minn smekk og líkar mer hún alveg rosalega vel. Því nota ég þann ost alltaf þegar ég vil ofur einfalt salat með lítilli fyrirhöfn, og svo auðvitað líka við önnur tilefni.

_MG_6645

Með matnum bar ég fram hvítvín frá Pares Balta en ég heimsótti vínekru þeirra seinasta sumar sem er með því skemmtilegra sem ég hef gert í utanlandsferð. Okkur finnst alltaf jafn gaman að smakka það aftur og rifja upp góðar minningar.

Einfalt og fljótlegt kjúklingasalat sem bragð er af!

  • 1 poki veislusalat (100g)
  • 2 kjúklingabringur
  • 1 stórt avocadó eða 2 lítil
  • 1/2 agúrka
  • 1 krukka fetaostur frá Örnu mjólkurvörum
  • 1/2 granatepli

Aðferð:

  1. Skolið salatið og þerrið í eldhúspappír eða salat vindu. Raðið salatinu á disk.
  2. Skerið elduðu kjúklingabringurnar niður í bita stóra bita og raðið á salatið. Ef þið notið hráar kjúklingabringur þá skeriði þær niður í bita, kryddið með uppáhalds kjúklingakryddinu ykkar og steikið þær svo þegar til bitarnir eru eldaðir í gegn.
  3. Skerið avocadóið og agúrkuna niður í bita stóra bita og raðið yfir.
  4. Setjið fetaostinn yfir salatið með olíunni.
  5. Takið fræin úr hálfu granatepli og raðið yfir salatið.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_6667

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur en það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunni.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5