Linda Ben

Fljótlegur kvöldmatur, æðislegur kjúklingaréttur í Suður Amerískum stíl

Recipe by
30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín | Servings: 4 manns

Oft er staðan sú að maður vill helst geta töfrað fram æðislega góðan rétt á sem allra fyrst. Þessi réttur er einmitt þannig. Hann er stútfullur af góðum brögðum sem passa vel saman, hann er léttur en á sama tíma djúsí. Það besta er að það tekur bara 25-30 mín að útbúa hann!

Rétturinn inniheldur lime, kóríander og chilli en sú blanda minnir mann svolítið á Suður Ameríku.

Endilega prófið og látið mig vita hvernig ykkur finnst!

ótlegur kvöldmatur, kjúklingaréttur í einu fati

Uppskrift:

  • 4 kjúklingabringur
  • Salt og pipar
  • 1 msk ólífu olía
  • 1 laukur, skorinn smátt niður
  • 1 bolli kjúklingasoð
  • 1 msk lime safi
  • lítið búnt kóríander, skorið niður (u.þ.b. 1 msk)
  • ½ tsk chilli krydd
  • 1 dl rjómi
  • 2 msk smjör

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
  2. Setjið kjúklingabringurnar í poka og berjið þær niður með kjöt hamari þannig að þær verði sléttar og um það bil 1 cm í þykkt.
  3. Kryddið þær með salt og pipar.
  4. Steikið bringurnar létt upp úr olíu þangað til þær hafa lokast fullkomlega en ekki eldaðar í gegn.
  5. Takið bringurnar af pönnunni og setjið þær í eldfast mót.
  6. Steikið laukinn á pönnunni.
  7. Bætið kjúklingasoðinu á pönnuna ásamt lime safanum, kóríander, chilli og rjómanum. Sjóðið saman.
  8. Bæti smjörinu út í sósuna til að fá gljáa.
  9. Hellið sósunni út á kjúklinginn og setjið inn í ofn í 20 mín eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  10. Skreytið réttinn með lime bátum og fersku kóríander.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

ótlegur kvöldmatur, kjúklingaréttur í einu fati

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5