Linda Ben

Fljótlegur og ljúffengur tælenskur “stir fry” réttur

Recipe by
25 mín
Prep: 10 mín | Cook: 15 mín | Servings: 2-3 manns

Simply Asia framleiðir hefðbundnar asískar matvörur, framleiddar í Asíu úr náttúrulegum hágæða hráefnum. Mikil ástríða fer í hverja vöru hjá þeim svo að við getum á auðveldan hátt eldað alvöru asískan mat heima hjá okkur.

Fljótlegur og ljúffengur tælenskur "stir fry" réttur

Ég notaðist við venjulega pönnu þegar ég gerði þennan rétt einfaldlega vegna þess að ég á ekki wok pönnu, en ef þið eigið hana til þá klárlega notið þið hana. Með wok pönnu stjórnar maður betur hvað maður vill steikja því hitinn er mestur í botninum á pönnunni en minnstur upp við kantana. Þannig þarf maður mögulega ekki að taka kjúklinginn af pönnunni á meðan maður steikir grænmetið eins og ég gerði.

Fljótlegur og ljúffengur tælesnkur "stir fry" réttur

Fljótlegur og ljúffengur tælenskur “stir fry” réttur, uppskrift:

  • 2 kjúklingabringur
  • 1/2 pakki tælenskar núðlur úr brúnum hrísgrjónum
  • 1 poki Simply Asia, Stir fry sósa, spicy kung pao
  • 1 dós bambus
  • 1 dós baby corn
  • 1 gul paprika
  • 1 lítil brokkolí haus
  • 1 fljólublá gulrót

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í bita stóra bita.
  2. Steikið þær upp úr olíu þangað til þær eru eldaðar í gegn (óþarfi að krydda bringurnar hér þar sem sósan gefur bragðið á eftir).
  3. Takið bringurnar af pönnunni og leggið til hliðar.
  4. Setjið vatn í pott og sjóðið.
  5. Opnið báðar dósirnar og hellið vatninu af.
  6. Skerið paprikuna og brokkolíið niður í litla bita.
  7. Steikið bambusinn, baby corn-ið, brokkolíið og paprikuna á pönnunni þangað til það er byrjað að brúnast svolítið.
  8. Á meðan grænmetið er á pönnunni þá ætti vatnið að vera farið að sjóða, þá setjið þitt núðlurnar í pottinn. Sjóðið þær þangað til þær eru orðnar linar en örlítið stökkar ennþá inní.
  9. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna ásamt sósunni og hrærið saman.
  10. Setjið núðlurnar á pönnuna og steikið þangað til þær eru tilbúnar og allt hefur blandast vel saman.
  11. Rífið fljólubláu gulrótina yfir réttinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Fljótlegur og ljúffengur tælesnkur "stir fry" réttur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Allar vörur sem fjallað er um í þessari færslu fást í Kosti.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5