Linda Ben

Girnilegt ávaxtasalat

Það er svo skemmtilegt að bera fram fallegt ávaxtasalat í veislum, börnin gjörsamlega elska þetta og fullorðna fólkið líka. Fallegt ávaxtasalat getur jafnvel verið flottara en kökurnar og það lífgar svo sannarlega upp á hvaða veitingaborð sem er. Að mínu mati er það nauðsynlegt að bera fram eitthvað hollt og fersk í veislum.

_MG_7529

Ég raðaði ávöxtunum í stóra Iittala skál sem er 36 cm í þvermál. Salatið nánast kláraðist allt í 50 manna veislu þar sem nóg var af öðrum veitingum.

Þetta ávaxtasalat var gert kvöldið fyrir veislu, geymt í ísskáp yfir nótt og var það mjög gott í veislunni sjálfri. Reyndar var vatnsmelónan sem ég notaði ekki mjög blaut og því gæti það haft áhrif. Ef þið eruð með mjög blauta vatnsmelónu þá gæti verið sniðugt að geyma það að raða salatinu saman fyrr en nokkrum tímum fyrir veislu.

Girnilegt ávaxtasalat

  • 1 Vatnsmelóna
  • Stór fata bláber
  • Stór askja jarðaber
  • 1 askja hindber
  • Steinlaus græn vínber, stór klasi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skola vatnsmelónuna og berin, þerrið allt mjög varlega en vandlega. Það er ekki gott að hafa berin blaut því þá verða þau slepjuleg og skemmast fyrr.
  2. Skerið vatnsmelónuna fyrst í helming og svo fjóra hluta hvern helming. Sneiðið svo fjórðungana langsum.
  3. Raðið vatnsmelónu sneiðunum í lengju þvert á alla skálina og 2/3 af restinni í skálina.
  4. Skerið græna af jarðaberjunum og svo í helming. Setjið jarðaberin í skálina ásamt hinum berjunum.
  5. Raðið restinni af melónusneiðunum sitt og hvað í skálina.
  6. Lokið skálinni með plastfilmu þangað til ávaxtasalatið er borið fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

_MG_7528

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5