Linda Ben

Glæsileg konfekt ísterta sem allir geta gert

Þessi uppskrift hefur verið í fjölskuldunni minni frá því að ég man eftir mér. Mamma hefur gert þennan ís öll jól svo lengi sem ég man eftir mér, en með tobleróni í staðin fyrir konfekt.
Anton Berg konfekt jólaís einfaldur heimagerður ís

Það er svo skemmtilegt að vinna sig áfram með skothelda uppskrift og því hef ég prófað nokkrar mismunandi útfærslur á þessum ís.

Þessi konfekt ísterta bragðast eins vel og hún lítur vel út. Hún er fáguð, afar bragðgóð og mun bræða hjörtu allra konfekt unnanda í jólaboðinu þínu!

Anton Berg konfekt jólaís einfaldur heimagerður ís

Glæsileg konfekt ísterta sem allir geta gert!

  • 6 eggjarauður
  • 2 dl púðursykur
  • 500 ml rjómi, létt þeyttur
  • 1 kassi súkkulaðihúðað marsípan með hinberjum í appelsínulíkjör (220g)
  • 1 stk marsípan stykki með nougat (40g)
  • 1 stk marsípan stykki með koníaki (40g)

Sósa og skreyting

  • 100 g hágæða súkkulaði
  • 50 ml rjómi
  • 3 stk appelsínulíkjör konfekt
  • 1 dl trönuber
  • 1 dl sykur

Aðferð:

  1. Setjið konfektið og trönuberin inn í ísskáp.
  2. Þeytið rjómann og geymið.
  3. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman.
  4. Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðu blönduna með sleikju.
  5. Skerið kælda konfektið smátt niður og blandið saman við ísinn varlega með sleikju. Gott er að taka bitana strax í sundur um leið og þeir eru skornir svo þeir klessist ekki allir saman og blanda saman við ísinn í skömmtum.
  6. Hellið ísnum í form og setjið í frystinn, það er best að frysta ísinn í minnst 1 sólahring.
  7. Útbúið súkkulaðið með því að hita rjómann vel, setja súkkulaðið í skál og hella svo heitum rjómanum yfir, blanda saman með skeið þar til súkkulaðisósa myndast.
  8. Skerið hinberja konfektið til helminga niður.
  9. Takið trönuberin úr ísskápnum og setjið þau költ á disk og sykurinn strax yfir, hrærið í svo að sykurinn hjúpi þau öll.
  10. Setjið ísinn á kökudisk og fjarlægið formið, hellið súkkulaðinu yfir ísinn og dreifið konfektinu og trönuberjunum yfir. Þið gætuð þurft að halda konfektinu á sínum stað þangað til súkkulaðið stirnar.

Anton Berg konfekt jólaís einfaldur heimagerður ís

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5