Linda Ben

Gómsætt heimagert múslí

Recipe by
30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín

Þetta er æðislega gott múslí. Það er svolítið klístrað sem gerir áferðina svo góða. Ég vel að borða þetta æðislega múslí með laktósafrírri AB-mjólk frá Örnu en strákurinn minn elskar að borða það með  hempmjólk frá Pacific. Gómsæt og holl leið til þess að byrja daginn vel!

Undanfarið hef ég verið að nota kókos sykur frá Nutiva í allar uppskriftir sem krefjast sykur. Lyktin af kókos sykrinum er alveg rosalega góð, svolítið líkt karamellu. Mér finnst gott að nota lífrænann kókossykur í staðinn fyrir venjulega hvíta sykurinn og tel hann hollari kostinn. Hann inniheldur kalíum, magnesíum, sínk, járn og B-vítamín. Ég hef ekki tekið eftir því að hann breyti bragðinu mikið á matnum eða kökunum sem ég hef gert sem gerir þetta að fullkomnum staðgengli hvíta og unna sykursins.

Heimagert múslí

Gómsætt heimagert múslí, uppskrift:

  • 6 bollar haframjöl
  • 2 bollar kókosflögur
  • 1 bolli graskersfræ
  • 1 bolli möndluflögur
  • 1 bolli fínt saxaðar valhnetur
  • 2 bollar þurrkuð kirsuber, gróft söxuð
  • 1/2 bolli kókosolía
  • 1/4 bolli lífrænn kókossykur
  • 1/4 bolli hlynsíróp
  • 1/4 bolli hunang
  • 1 msk vanilludropar

Heimagert múslí

Aðferð:

  1. Blandið saman fyrstu sex innihaldsefnunum í skál.
  2. Takið seinustu fimm innihaldsefnin og setjið í pott, hitið á vægum hita þangað til sykurinn hefur bráðnað saman.
  3. Stillið ofninn á 165°C.
  4. Hellið vökvanum yfir þurrefnin og blandið vel saman. Setjið smjörpappír yfir ofnskúffu og hellið múslíinu yfir.
  5. Bakið múslíið í 20 mín og hrærið í allavega 1x á meðan það er í ofninum.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Heimagert múslíHeimagert múslí

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessari færslu fást í Kosti.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5