Linda Ben

Heilsusamleg vikuinnkaup á góðu verði

Þessi færsla er kostuð af Nettó

Mér var boðið að koma í Nettó og versla á heilsu og lífstílsdögum hjá þeim sem standa yfir út 3. okt.

Heilsu og lífstílsdagar nettó

Ég þáði það með þökkum enda bráðvantaði mig allskyns hollt og nytsamlegt. Mitt helsta markmið með því að fara á heilsu og lífstílsdaga Nettó var að kaupa mér fræ því mig er lengi búið að langa að gera mér alvöru fjölkorna brauð en alltaf dregið það því það er dálítill start kostnaður fólginn í því að kaupa margar týpur af fræjum.

Heilsu og lífstílsdagar nettó

Við komu mína í Nettó blasti við mér fjöldinn allur af fjölbreyttum vörum á þrusu góðu verði. Það kom mér á óvart hvernig ég gat keypt nánast allt sem mig vantaði á afslætti, það fjölbreytt var úrvalið af heilsuvörunum. Ég keypti mér fullt af allskonar fræjum, öll á 25% afslætti. Einnig voru allar helstu hollustu vörurnar sem ég kaupi vikulega á tilboði svo ég nýtti tækifærið og fyllti vel á birgðirnar.

Til að gefa ykkur hugmynd um hve góð tilboðin voru þá keypti ég allt þetta og fleira sem náðist ekki inn á myndina fyrir 10.000kr sem ég tel mjög góð kaup.

Heilsu og lífstílsdagar nettó

Heilsu og lífstílsdagar nettó

Heilsu og lífstílsdagar nettó

Við heimkomu fór ég beint í það að baka fjölkorna brauðið sem mig er búið að dreyma um svo lengi og var ég aleg virkilega ánægð með útkomuna, uppskriftin af því brauði er væntanleg hvað og hverju hingað á bloggið en til að byrja með ætla ég að deila með ykkur mynd af brauðinu.

_MG_3332

Eins og ég nefndi í upphafi færslunnar þá var mér boðið að koma að versla í Nettó og því er um samstarf að ræða.

Bestu kveðjur

Linda

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5