Linda Ben

Heimagerður Graflax

Recipe by
12 klst
Prep: 1 klst |
Alveg frá því ég man eftir mér hefur pabbi minn alltaf keypt graflax á jólunum. Laxinn hefur yfirleitt verið í hádegismatinn á aðfangadag og jóladag, þess vegna finnst mér hann vera órjúfanleg hefð á jólnum. Það er einfaldara en maður heldur að gera sinn eigin graflax. Það er mjög skemmtilegt að gera sína eigin kryddblöndu til að grafa laxinn í og prófa sig aðeins áfram eftir smekk.
Graflaxinn geymist í allt að viku í ísskáp í loftþéttum umbúðum.

Heimagerður Graflax

Graflax

  • Stórt laxaflak
  • 200 g púðursykur
  • 200 g gróft salt
  • 1 msk fennelfræ
  • 1 msk sinnepsfræ
  • 1 msk timjan
  • Stórt búnt ferskt dill

Aðferð:

  1. Blandið saman púðursykri og salti í skál. Setjið blönduna jafnt yfir laxinn, pakkið honum inn í plastfilmu og setjið inn í ísskáp í 4 klst.
  2. Hellið saltblöndunni af laxinum og þurrkið það mesta af honum með eldhúspappír.
  3. Blandið saman fennelfræjum, sinnepsfræjum, timjani og helmingnum af dillinu. Leggið yfir laxinn og pakkið honum inn í plastfilmu. Hægt er að geyma laxinn svona inn í ísskáp í allt að fimm daga.
  4. Áður en hann er borinn fram er hann skreyttur með afgangnum af dillinu og svolítið af salti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

_mg_3192

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5