Linda Ben

Heimatilbúin Focaccia – Óhemjulega gott brauð!

Recipe by
3 klst
Prep: 25 mín | Cook: 2 klst og 35 mín

Ég hef alltaf átt sérstakt samband við focaccia brauð. Mér finnst það nefninlega óhemjulega gott!

Heimagerð Focaccia brauð

Þegar ég var ólétt fékk ég reglulega mikla löngun í þetta brauð. Hluta af meðgöngunni var ég í Háskóla Íslands en þið sem hafið komið í Hámu í H.Í. þekkið örugglega þessa samloku sem er/var búin til úr focaccia brauði, pítusósu, skinku og grænmeti. Mér fannst þetta BEST Í HEIMI! Um sumarið var ég svo að vinna í Grafarholtinu og lét það ekki stöðvaði mig að ég þurfti að keyra alla leið í Vesturbæinn fyrir þessa einu samloku, svo mikil var löngunin.

Heimagerð Focaccia brauð

Núna er komin ansi langur tími sem ég hef farið í Hámu og bragðað á samlokunni en draumurinn um hana hverfur aldrei. Ég ákvað því að búa til sjálf focaccia brauð og útbúa mér þessa samloku. Ég lofa þetta er sjúklega gott brauð! Hvort sem er sem samloka eða brauð til að hafa með súpu, hvort þið séuð ólétt eða ekki ólétt, þið verðið ekki svikin af þessu lostæti!

Heimagerð Focaccia brauð

Heimatilbúin Focaccia, uppskrift:

  • 1 ¾ bollar volg vatn
  • 1 poki (11 g) þurrger
  • 1 msk sykur
  • 5 bollar brauð hveiti
  • 1 msk salt
  • 1 bolli ólífu olía, skipt í tvennt.
  • Ólífur
  • Rósmarín
  • Gróft sjávarsalt
  • Parmesan ostur

Heimagerð Focaccia brauð

Aðferð:

  1. Setjið gerið og sykurinn ofan í volga vatnið og leyfið því aðeins að taka sig, í u.þ.b. 15 mín.
  2. Setjið hveiti og salt í hrærivéla skál og blandið saman, notið krókinn á hrærivélinni.
  3. Blandið ½ bolla af ólífu olíu og gerblöndunni rólega saman við hveitið. Hnoðið deigið í um það bil 5 mín eða þangað til það er orðið slétt og mjúkt.
  4. Smyrjið stóra skál með olíu, setjið deigið ofan í, lokið með plastfilmu og látið deigið hefast í u.þ.b. klukkutíma.
  5. Setjið hinn helminginn af ólífu olíunni í bökunarform, ég notaði 33×23 cm form (það var aðeins of lítið þannig notið endilega aðeins stærra ef þið eigið það til). Þrýstið deiginu út í formið þangað til það nær í alla kanta og horn. Potið í það með fingrunum svo það myndist holur í deigið.
  6. Skerið niður ólífur og rósmarín og dreifið yfir deigið.
  7. Setjið plastfilmu yfir formið og látið hefast í klukkutíma.
  8. Stillið ofninn á 220°C.
  9. Rífið parmesan ost yfir deigið og dreifið grófu sjávarsalti yfir. Bakið í um það bil 25 mín eða þangað til það er orðið gullið brúnt og bakað í gegn.
  10. Leyfið brauðinu að kólna áður en það er skorið niður. Ég valdi að skera mitt fyrst í kubba og svo skar ég kubbana í sneiðar.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Heimagerð Focaccia brauð

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kost.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5