Linda Ben

Hummus ristað brauð með áleggi

Recipe by
| Servings: Samstarf með Íslensku grænmeti

Vinsælir avocadó ristabrauðsins hafa varla farið fram hjá neinum, en nú virðist sem vinsældir þess séu að víkja fyrir hummus ristabrauði.

Ég er sjálf afskaplega mikill hummus aðdáandi og þá sérstaklega hummusins frá Íslenskt grænmeti. Hann er framleiddur út lífrænum kjúklingabaunnum og er virkilega mjúkur og góður. Hann er alls ekki þurr eins og margir hummusar eru heldur er áferðin létt og mjúk.

Hummusinn frá Íslensku grænmeti kemur í tveimur útfærslum, hvítlauks og svo með rauðum paprikum. Hummusinn með rauðu paprikunum er framleiddur með ekta paprikum, ekki papriku bragðefnum eins og sumir eru framleiddir úr. Paprikurnar eru soðnar með sous vide aðferð og þeim bætt út í hummusinn, það skilar sér með ekta ljúfu og góðu papriku bragði.

Hummus ristað brauð með áleggi

Hér eru að finna fjórar af mínum uppáhalds útfærslum af hummus ristabrauði, það væri gaman að heyra hver þín uppáhalds útfærlsa er!

Hummus ristað brauð með áleggi

Hummus salat ristabrauð

  • Ristað súrdeigsbrauð
  • Hvítlauks hummus frá Íslenskt grænmeti
  • Rauð paprika
  • Rucola salat
  • Feta ostur
  • Svartur pipar

Aðferð:

  1. Raðið öllum hráefnum á ristaða súrdeigsbrauðið.

Hummus ristað brauð með áleggi

Hummus ristabrauð með hrærðu eggi

  • Ristað súrdeigsbrauð
  • Papriku hummus frá Íslenskt grænmeti
  • Rauð paprika
  • Egg
  • Svartur pipar

Aðferð:

  • Steikið eggið. Raðið hráefnunum á ristaða súrdeigs brauðið.

Hummus ristað brauð með áleggi

Hummus hvítlauks sveppa ristabrauð:

  • Ristað súrdeigsbrauð
  • Hvítlauks hummus frá Íslensku grænmeti
  • Sveppir
  • Hvítlaukur
  • Ferskt timjan

Aðferð:

  1. Skerið sveppina í sneiðar og steikið þá upp úr olíu, rífið hvítlaukinn niður og bætið út á pönnuna, steikið þar til sveppirnir eru eldaðir í gegn.
  2. Raðið öllum hráefnum á ristaða súrdeigsbrauðið.

Hummus ristað brauð með áleggi

Hummus avocadó ristabrauð

  • Ristað súrdeigs brauð
  • Hvítlauks hummus frá Íslenskt grænmeti
  • ½ avocadó
  • Grænt pestó
  • Kirsuberja tómatar

Aðferð:

  1. Raðið hráefnunum á ristuðu súrdeigs brauðsneiðina.

Hummus ristað brauð með áleggi

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5