Linda Ben

Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum

Recipe by
30 mín

Mér finnst fátt betra en að fá mér pönnukökur í morgunmat um helgar, bæði íslenskar og amerískar. Ég er þó ekki alltaf tilbúin í að fá mér þær of sykraðar, það geymi ég alveg spari. Ég er því búin að koma mér upp nokkrum “go to” útfærslum sem eru alveg virkilega góðar en innihalda ekki of mikinn hvítan sykur.

Ein uppáhalds útfærslan mín er að hræra bragðgóðu jógúrti og berjum saman við rjómann. Að þessu sinni notaði ég rabbabara og jarðaberja þykk AB-mjólkina frá Örnu mjólkurvörum sem ég elska. Ef þið eigið eftir að smakka þessa himnasendingu þá verðið þið klárlega að gera það sem fyrst!

Hollar Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum

Hollar Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum

Hollar Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum

Hollar Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum

Hollar Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum

Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum

  • Klassískar íslenskar pönnukökur 
  • 250 ml rjómi frá Örnu mjólkurvörum
  • 1 dós þykk AB-mjólk með rabbabara og jarðaberjum
  • 5-10 fersk jarðaber
  • 2 dl fersk bláber (+ fleiri til að skreyta með)
  • Flórsykur til að sigta yfir
  • Fíkjur, má sleppa

Aðferð:

  1. Steikið pönnukökurnar samkvæmt uppskrift.
  2. Þeytið rjómann og hrærið þykk AB-mjólkinni varlega saman við með sleikju.
  3. Skerið jarðaberin niður í teninga og blandið þeim saman við rjómann ásamt bláberjunum
  4. Setjið um það bil 2 msk af fyllingu á annan helming pönnukökunnar og brjótið hana svo í fjórðung.
  5. Það er gott að sigta svolítið af flórsykri yfir og skreyta með fleiri bláberjum og jafnvel ferskum fíkjum.

Hollar Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab-mjólk og ferskum berjum

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Þessi færlsa er kostuð en það hefur þó ekki áhrif á frásögn mín í færslunni.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5