Linda Ben

Jóla Döðlugott

Recipe by
2 klst
Prep: 30 mín |

Döðlugott er löngu orðið frægt konfekt. Það er unaðslega gómsætt, það verða hreinlega allir sjúkir í þetta sem smakka.

Jóla Döðlugott

Nú kem ég með jóla útgáfu af þessu góðgæti. Ég bætti út í það jólastöfum (bismark) og súkkulaðihúðuðu lakkrískurli, ásamt því að nota ferskar döðlur.

Jóla Döðlugott Jóla Döðlugott Jóla Döðlugott

Jóla Döðlugott:

  • 400 g döðlur, ég nota ferskar
  • 250 g smjör
  • 120 g púðursykur
  • 3 bollar Rice Crispies
  • 10 mini jólastafir (bismark) gróft brytjaðir
  • 150 g Súkkulaðihúðað lakkrískurl
  • 200 g súkkulaði (ég nota ljóst Chiradelli)
  • 5 mini jólastafir (bismark) gróft brytjaðir

Aðferð:

  1. Ef þið notið ferskar döðlur þá er byrjað á að steinhreinsa þær.
  2. Setjið steinhreinsuðu döðlurnar í pott ásamt smjörinu og púðursykrinum.
  3. Sjóðið blönduna saman og notið töfrasprota til að mauka döðlurnar alveg niður í mauk.
  4. Setjið Rice Crispies út á og blandið saman, leyfið blöndunni að kólna í u.þ.b. 15 mín áður en haldið er áfram.
  5. Brjótið jólastafina gróft niður og blandið þeim saman við ásamt súkkulaðihúðaða lakkrískurlinu.
  6. Klæðið eldfast mót eða kökuform með smjörpappír u.þ.b. 20×20 cm í stærð. Þrýstið blöndunni í formið og setjið það í frysti.
  7. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því yfir döðlugottið.
  8. Myljið 5 jólastafi og dreifið því yfir súkkulaðið.
  9. Setjið döðlugottið í ísskáp eða frysti þangað til súkkulaðið hefur harðnað.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #LindaBen

Fylgistu með á Instagram!

Jóla Döðlugott

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5