Linda Ben

Jóla mjólkurhristingur

Recipe by
| Servings: Unnið í samstarfi við Kjörís

Það er skemmtilegt að taka smá tvist á mjólkurhristinginn og setja hann í smá jólabúning. Það er svo einfalt! Einu nauðsynlegu hráefnin eru Mjúkís með heslihnetum og súkkulaði frá Kjörís, smá mjólk, jólastafur og rjómi.

Jóla mjólkurhristingur

Jóla mjólkurhristingur

Jóla mjólkurhristingur

  • ½ l Mjúkís með súkkulaði og heslihnetur
  • 2 dl mjólk
  • 2 jólastafir (bismark)
  • Þeyttur rjómi
  • Súkkulaðikurl

Aðferð:

  1. Setjið mjúkís í blandara ásamt mjólk og einum jólastaf, blandið og hellið svo í glös.
  2. Skreytið með þeyttum rjóma og brjótið jólastaf yfir rjómann og skreytið með súkkulaðikurli.

Jóla mjólkurhristingur

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5