Linda Ben

Jóla súkkulaðibörkur

Recipe by
1 klst
Prep: 20 mín | Cook: 40 mín

Einfalt og ljúffengt jólakonfekt sem allir geta gert. Sérstaklega gott að gera þegar maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera dúlla sér í eldhúsinu.

Jóla súkkulaðibörkur

Jóla súkkulaðibörkur

Jóla súkkulaðibörkur, uppskrift:

  • 100 g dökkt súkkulaði
  • 150 g hvítt súkkulaði
  • 1 dl bismark (jólastafa) mulningur

Aðferð:

  1. Setjið heitt vatn í pott og kveikið undir. Setjið skál eða lítinn pott ofan á stóra pottinn, skálin þarf að standa ofan á stóra pottinum, ná svolítið niður en ekki liggja ofan í vatninu.
  2. Setjið súkkulaðið ofan í skálina, hrærið smá í súkkulaðinu og látið það bráðna.
  3. Setjið smjörpappír í form, (ég notaði 20×20 cm eldfastmót), brjótið smjörpappírinn í hliðunum svo hann standi vel ofan í forminu.
  4. Hellið dökka súkkulaðinu ofan í formið og dreifið því með sleikju eða skeið. Skellið forminu í frystinn, passið að láta það liggja á flötu yfirborði.
  5. Þrífið skálina sem þið brædduð dökka súkkulaðið í og þurrkið hana mjög vel.
  6. Setjið hvíta súkkulaðið í skálina og setjið ofan á pottinn, bræðið það.
  7. Hellið hvíta súkkulaðinu yfir dökka súkkulaðið, dreifið því varlega yfir.
  8. Brjótið nokkra jólastafi svo það verði u.þ.b. 1 dl af mulningi og dreifið því yfir súkkulaðið.
  9. Skellið súkkulaðinu í fyrsti eða ísskáp (eftir því hvað þið hafið mikinn tíma) þangað til súkkulaðið hefur harðnað.
  10. Brjótið súkkulaðið í búta

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Jóla súkkulaðibörkur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5