Linda Ben

Jólakaffi með kanil, rjóma og salt karamellu sósu

Jólakaffi með kanil, rjóma og salt karamellu sósu

Í dag kom grein í jólablaði Fréttablaðsins þar sem ég gaf lesendum uppskrift af jólakaffi. Mér finnst mjög gott að kaupa mér jólakaffidrykki á kaffihúsum um jólin en það er líka gaman að geta gert svoleiðis kaffi heima.

Ég vil endilega deila uppskriftinni með ykkur hér á blogginu mínu líka.

Jólakaffi með kanil og rjóma

Jólakaffi með kanil, rjóma og karamellu sósu:

  • 3,5 msk af möluðu kaffi
  • 1/2 tsk kanill
  • 2 msk hlynsíróp
  • 1 l vatn
  • 500 ml rjómi
  • karamellu sós
  • matarglimmeer

Jólakaffi með kanil og rjóma Aðferð:

  1. Blandið saman 1/2 tsk af kanil út í 3.5 msk af möluðu kaffi
  2. Setjið hlynsíróp ofan í könnuna og hellið upp á eins og vanalega
  3. Þeytið rjómann og setjið hann í sprautupoka.
  4. Hellið kaffinu á milli kaffibollana og sprautið rjómanum ofan á kaffið.
  5. Setjið karamellu sósu of an á rjóman eftir smekk og skreytið með matarglimmeri.

Jólakaffi með kanil og rjóma

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5