Linda Ben

Lakkrís ostakaka með hvítum súkkulaði hjúp

Recipe by
3 tíma
Prep: 1 klst | | Servings: 8 manns

Þessi uppskrift var samin fyrir Kökublað Vikunnar.

_MG_1941

Þessi lakkrís ostakaka er ættuð af þessari ostaköku sem margir sem lesa síðuna mína þekkja. Ostakakan hennar mömmu er ein af vinsælastu uppskriftunum á síðunni mínni og er það alls ekki af ástæðu lausu, hún er alveg merkilega góð, slær allstaðar í gegn og rosalega auðveld þannig hver sem er getur gert hana.

_MG_1943

Hér er ég búin að þróa uppskriftina áfram og gera aðra útfærslu af þessari dásemd. Það er nefninlega hægt að leika sér endalaust með góða grunn uppskrift og leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Johan Bulov lakkrísduftið er sending að himnum ofan fyrir lakkrís unnendur eins og mig. Ég elska að smella smá lakkrís í uppskriftir og taka þær þannig á annað stig. Það þarf ekkert endilega að setja mikið og hafa lakkrísinn ráðandi, það er nefninlega rosalega gott að fá smá hint af lakkrís því hann fagnar oft öðrum brögðum eins og til dæmis hvítu súkkulaði. Johan Bulov lakkrísinn fæst í Epal

_MG_196k4

Lakkrís ostakaka með hvítum súkkulaði hjúp

  • 200 g Craham kex, mulið
  • 60 g smjör
  • 400 g rjómaostur
  • 500 ml rjómi
  • 2 dl flórsykur
  • 1 msk fínt lakkrísduft frá Johan Bulow
  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 4 msk bragðlaus olía

Skraut:

  • Hvítar og bronslitaðar lakkrískúlur frá Johan Bulov
  • Gróft lakkrísduft frá Johan Bulov
  • Hvítt kökuskraut
  • Hvítt brúðarslör

Aðferð:

  1. Setjið kexið í poka og myljið kexkökurnar með því að rúlla kökukefli yfir pokann.
  2. Setjið kexmulninginn í skál og hellið bræddu smjöri yfir og blandið saman.
  3. Setjið smjörpappír í botninn á smelluforminu, þrýstið kexinu í botninn á 20 cm smelluformi.
  4. Setjið formið í fyrsti á meðan fyllingin er útbúin.
  5. Þeytið rjómann og leggið til hliðar.
  6. Þeytið rjómaostinn og blandið flórsykrinum og lakkrísduftinu saman við.
  7. Blandið rjómanum saman við og hellið svo fyllingunni í formið, sléttið vel út og setjið aftur í frystinn.
  8. Bræðið hvítt súkkulaði og blandið saman við 4 msk af olíu, hellið yfir kökuna, bíðið eftir að súkkulaðið storkni að mestu og skreytið svo kökuna. Það er gott að festa kúlurnar á kökuna með svolítið af bræddu hvítu súkkulaði.
  9. Geymið kökuna í fyrsti og takið úr frystinum u.þ.b. 2 tímum áður en hún er borin fram.

_MG_1967

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_1940

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5