Linda Ben

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Recipe by
45 mín
Cook: 17 mín

Það er eflaust ekki til sá sá íslendingur sem hefur ekki smakkað lakkrístopp, þetta er ein klassískasta uppskrift sem fyrir finnst og er órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningi margra.

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Það er þó algengt að fólk mikli það fyrir sér að gera lakkrístoppa og er hrætt við það að baka þá að sökum þess að þeir eiga það til að falla. En ef þessum reglum er fylgt þá mun hver einasti bakstur heppnast fullkomlega.

  1. Notaðu alveg tandur hreina skál og þeytara til að þeyta eggjahvíturnar, smá fita í skálinni getur valdið því að eggjahvíturnar þeytast ekki nógu vel.
  2. Notaðu eggjahvítur á brúsa ef þér finnst erfitt að aðskilja eggjahvítur og eggjarauður.
  3. Settu púðursykurinn hægt og rólega út í eggjahvíturnar, 1 msk í einu með hrærivélina í gangi.
  4. Hrærðu eggjahvíturnar þar þú getur tekið þeytarann upp úr deiginu og eggjahvítutoppurinn á þeytaranum er alveg stífur.
  5. Notaðu sleikju til þess að bæta lakkrískurlinu og súkkulaðinu út í, blandaðu mjög varlega.
  6. Bakaðu á undir+yfir hita en ekki á blæstri.

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Lakkrístoppar:

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 150 g rjómasúkkulaðidropar
  • 150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita.
  2. Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.
  3. Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju.
  4. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum.
  5. Bakið í 16-17 mín.

Lakkrístoppar sem klikka ekki

Fylgstu með á Instagram

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5