Linda Ben

Ljúffeng bláberjabaka

Recipe by
1 klst

Dásamlega ljúffeng bláberjabaka sem er fullkomin með kaffinu og létt þeyttum rjóma, þessi er algjört sælgæti, namm!

ljúffeng bláberjabaka

ljúffeng bláberjabaka

ljúffeng bláberjabaka

ljúffeng bláberjabaka

ljúffeng bláberjabaka

Ljúffeng bláberjabaka

  • 2 ½ dl hveiti
  • 3 ½ dl haframjöl
  • ½ dl púðursykur
  • 1 dl hunang
  • 90 g brætt smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • ½ tsk kanill
  • klípa salt
  • 4 dl frosin bláber
  • safi úr ½ sítrónu
  • 2 tsk kornsterkja
  • ½ dl sykur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
  2. Blandið saman hveiti, haframjöli, púðursykri, hunangi, smjöri, vanilludropum, kanil og salti. Blandið þar til allt verður samlagað, leggið þá smjörpappír í form og setjið 2/3 af blöndunni í botninn á forminu, þrýstið í botninn og í kanta.
  3. Setjið frosin bláber í pott ásamt sítrónusafa, kornsterkju og sykri. Hitið á meðal lágum hita þar til berin eru byrjuð að bráðna og allt getur blandast saman vel, passið vel að merja ekki berin og það er óþarfi að afþýða berin alveg. Setjið berin í mótið, dreifið restinni af deiginu yfir berin.
  4. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 40 mín. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma.

ljúffeng bláberjabaka

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5