Linda Ben

Ómótstæðilegir Ritz kex hamborgarar með trylltri spicy hamborgarasósu

Recipe by
| Servings: Unnið í samstarfi við E.Finnsson

Sumarið nálgast óðfluga og landsmenn keppast við að hita upp í grillunum til að fagna því.

Hér er að finna gjörsamlega ómótstæðilega borgara sem þú hreinlega verður að smakka!

Kjötið er mjög bragðmikið og áferðin af því þökk sé kexinu alveg ótrúlega góð, algjört sælgæti.

Ómótstæðilegir Ritz kex hamborgarar með trylltri spicy hamborgarasósu

Ómótstæðilegir Ritz kex hamborgarar með trylltri spicy hamborgarasósu

  • u.þ.b. 500 g nautahakk
  • 1 tsk pipar
  • ¾ tsk salt
  • ½ tsk paprika
  • ½ tsk hvítlaukskrydd
  • ¼ tsk cumin
  • ¼ tsk chilí krydd
  • 2 lúkur kex
  • 2 msk BBQ olía
  • 4 sneiðar ostur sem bráðnar vel
  • 4 hamborgarabrauð
  • Hamborgara sósa
  • Tómatar
  • Salat
  • Gúrka
  • Rauðlaukur
  • Rauð paprika

Aðferð:

  1. Blandið fyrstu 8 innihaldsefnunum saman, myljið kexið saman við. Skiptið hakkinu í 4 hluta og útbúið borgara úr því.
  2. Smyrjið BBQ olíunni á borgarana og grillið á heitu grilli þar til blóðsafi byrjar að koma upp, snúið þá borgurunum við og leggið ost sneiðar á hvern þeirra, grillið þar til eldaðir og osturinn bráðnaður. Setjið brauðin á grillið líka seinustu mínútuna.
  3. Skerið grænmetið niður.
  4. Smyrjið brauðin vel með chilí hamborgarara sósunni , raðið grænmetinu og borgurunum á, njótið!

Ómótstæðilegir Ritz kex hamborgarar með trylltri spicy hamborgarasósu

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5