Linda Ben

Orkumikið hollt brauð

Recipe by
1 klst
Prep: 15 mín | Cook: 45 mín

  orkumikið hollustu brauð

Þetta brauð er þétt og orkumikið en á sama tíma virkilega mjúkt og bragðgott.

orkumikið hollustu brauð

Það sem mér finnst best við þetta brauð er að það er mjög fljótlegt því það þarf ekki að hefast og þarf ekki að nota hrærivél við að búa það til.

orkumikið hollustu brauð

Hægt er að setja fleiri fræ tegundir í það ef vilji er fyrir hendi eða skipta út graskersfræjunum fyrir önnur ef ykkur finnst það betra.

orkumikið hollustu brauð

Orkumikið hollt brauð

  • 3 dl möndlumjöl frá
  • 3 dl gróft hveiti frá
  • 3 dl grófir hafrar frá
  • 1,5 dl graskersfræ
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 msk hunang
  • 3 dl ab-mjólk
  • 2 dl heitt vatn

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 190°C
  2. Blandið öllum þurrefnum saman.
  3. Setjið hunang og ab-mjólk út á og blandið saman við.
  4. Setjið vatnið út á í nokkrum hlutum og blandið saman jafn óðum, það er möguleiki á að þið þurfið annað hvort aðeins minna eða aðeins meira vatn.
  5. Setjið smjörpappír í brauðform og hellið deginu í formið.
  6. Bakið í um það bil 45 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

orkumikið hollustu brauð

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5