Linda Ben

Pasta í ferskri tómatsósu

Recipe by
15 mín
| Servings: 3-4 manns

Ég er algjörlega komin í sumarfýlinginn þó svo að veðrið sé ennþá á báðum áttum með hvort það sé að fara koma sumar eða ekki. Eitt af því sem einkennir vorið er að maður fer að borða léttari mat, pottréttirnir og þykku kjötmiklu súpurnar fá að víkja fyrir gómsætum pastaréttum og litríkum salötum.

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ferska pastað frá Pastella í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið það í mörg ár! Þetta eru hágæða vörur sem eru framleiddar í Danmörku samkvæmt alda gömlum Ítölskum sið. Það eru aðeins notuð bestu fáanlegu hráefnin í vörurnar sem skilar sér í frábæru bragði.

Í þessum pastarétt skipa góð hráefni lykilhlutverki, aðferðin er einföl og rétturinn er afar fljótlegur.

Ég ákvað að sleppa öllu kjöti í þennan rétt og setti mikið grænmeti í staðin þar sem ég vildi hafa hann léttan en næringarríkan. Bragðið er ríkt og sumarlegt.

Pasta í ferskri tómatsósu

Pasta í ferskri tómatsósu

Pasta í ferskri tómatsósu

Pasta í ferskri tómatsósu

  • 2 pakkar tortellini fyllt með tómat og mozzarella frá Pastella
  • ½ rauðlaukur smátt skorinn
  • 1 bakki kastaníu sveppir (150 g)
  • 2 msk smjör
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 6 tómatar
  • Salt og pipar eftir smekk
  • ¼ tsk papriku krydd
  • ¼ tsk þurrkaðar chillí flögur
  • 250 ml grænmetissoð
  • 100 g spínat
  • Parmesan ostur eftir smekk
  • Ferkst basil eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið vatn í meðal stóran pott, saltið vatnið og setjið 2 msk af olíu í vatnið og látið suðuna koma upp.
  2. Skerið laukinn smátt niður og steikið hann á pönnu upp úr smjöri eða olíu á meðan þið skerið niður sveppina. Bætið sveppunum á pönnuna og steikið þá upp úr smjöri.
  3. Skerið hvítlaukinn smátt niður eða pressið hann með hvítlaukspressu og bætið honum á pönnuna.
  4. Skerið tómatana niður og bætið þeim út á pönnuna og steikið létt.
  5. Kryddið með salti, pipar, papriku kryddi og þurrkuðum chillí flögum.
  6. Bætið grænmetissoði á pönnuna (líka hægt að nota vatn og grænmetistening), bætið því næst spínatinu á pönnuna. Leyfið að malla svolítið á meðan þið setjið pastað í pottinn og látið það sjóða samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  7. Þegar það er soðið takið þá einn bolla af pastasoði frá, hellið svo restinni af vatninu af því og setjið pastað á pönnuna. Ef ykkur finnst vanta svolítið meira soð í réttinn, bætið þá viðeigandi magni af pastavatninu á pönnuna. Blandið öllu saman, rífið parmesan ost og ferska basil yfir.

Pasta í ferskri tómatsósu

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5