Linda Ben

Próteinríkur grænn hafra smoothie

Það sniðuga við Nutribullet blandarann er að maður getur gert allt tilbúið í drykkinn löngu áður en maður ákveður að blanda hann. Það er að segja, raðar öllu í glasið til dæmis um kvöldið, skrúfað hnífnum á en hann virkar eins og lok, geymt inn í ísskáp yfir nótt og blandað svo drykkinn um morguninn. Þannig næ ég að minnsta kosti að spara mér hellings tíma á morgnanna.

Það að setja OTA Solgryn hafra í drykkinn gerir hann trefjaríkari og orkumeiri í leiðinni, þannig næ ég að halda mér saddri lengur. OTA Solgryn hafranir eru skráargats merktir og því sérlega hollur og góður valkostur.

Grænn prótein smoothie

Grænn prótein smoothie

Próteinríkur grænn hafra smoothie:

  • 2 dl frosið mangó
  • 1 skeið vanillu prótein
  • ¾ dl hafrar
  • 2 lúkur ferskt spínat
  • 1 lúka möndlur
  • 150 ml jógúrt með kókosbragði
  • Vatn að MAX línu (á við Nutribullet glös) til að þynna

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni í Nutribullet glas (eða annan blandara) og blandið saman þar til úr verður drykkur.

Grænn prótein smoothie

Fylgstu með á Instagram

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5