Linda Ben

Rauður smoothie stútfullur af góðum næringarefnum útbúinn með Nutribullet

Recipe by
4 mín
Prep: 3 mín | Cook: 1 mín

Á dögunum eignaðist ég eldhústæki sem mig hefur langað í alltof lengi. Ég er að tala um Nutribullet!

IMG_2420

Þetta tæki er bara einum of mikil snilld! Það er svo þægilegt að setja grænmetið og ávextina beint ofan í glasið sem ég mun drekka úr. Það gerir fráganginn svo mikið fljótlegri og auðveldari.

IMG_2425

Það sem mér finnst samt þæginlegast við að notast við Nutribullet er að þá bý ég mér til drykk í hæfilegu magni fyrir einn. Ég á það nefninlega til að vita ekkert hvað ég á að setja mikið af hverju þegar ég útbý mér drykki í blandara, slumpa mig til og bý þá til alveg alltof mikið. En með Nutribullet þá fylli ég glasið að max línunni af grænmeti og ávöxtum og það er alveg hæfilegt magn.

IMG_2441

Ég ákvað að búa mér til rauðan drykk sem er alveg ótrúlega góður og stútfullur af góðum næringarefnum

Uppskrift:

  • 1 stór gulrót, flysjuð og skorin í 3 bita
  • 1 lífrænt epli, kjarnhreinsað
  • 1 cm engifer, flysjað
  • 1 lúka hindber
  1. Öllum hráefnunum er komið ofan í glasið og glasið fyllt af vatni að MAX línunni.
  2. Hnífnum er skrúfað á glasið, glasinu er hvolft á tækið og það sett í gang. Það tekur mjög stuttan tíma fyrir öll hráefnin að verða að vökva, ca. 20-30 sek. G
  3. lasið er þá tekið af tækinu, hnífurinn skrúfaður af og drykkurinn er tilbúinn!

IMG_2444

IMG_2452

Hægt er að drekka drykkinn beint úr Nutribullet glasinu og geri ég það nú yfirleitt sjálf. Það er líka algjör snilld að það fylgir með lok með stúttappa sem er mjög þæginlegt þegar ég er að drekka drykkinn á ferðinni. Ég nota það alveg mjög mikið. En þar sem ég var að taka myndir af ferlinu fyrir ykkur þá ákvað ég að setja drykkinn í fallegt kokteilglas í þetta skiptið.

IMG_2470

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5