Linda Ben

Sætkartöflumús með sykurpúðum

Recipe by
1,5 klst

_MG_5342

Þegar kemur að meðlæti þá mæli ég svo sannarlega með því að þið prófið þessa sætkartöflumús með bræddum litlum sykurpúðum ofan á. Þetta er svo sannarlega ein sú besta sem til er og fullkomin á veisluborðið.

Sæt kartöflumús með sykurpúðum 

  • 2 stórar sætar kartöflur
  • salt og pipar
  • 1/2 bolli nýmjólk
  • 4 msk smjör
  • 1 tsk múskat
  • Mini sykurpúðar

Aðferð:

  1. Sætu kartöflunar eru soðnar í potti þangað til þær eru soðnar í gegn.
  2. Kartöflurnar eru skrældar og settar í hrærivélaskál.
  3. Þá er mjólkinni blandað út í ásamt smjöri og hrært saman.
  4. Svo er kartöflumúsin krydduð með salti, pipar og múskati.
  5. Kartöflumúsin er svo sett í eldfast mót og litlum sykurpúðum dreift yfir. Þetta er svo látið vera inn í 180° heitum ofni í um það bil 15 mín eða þangað til sykurpúðarnir eru aðeins byrjaðir að brúnast.

Þessa kartöflumús er auðveldlega hægt er að gera daginn áður en þá er kartöflumúsinni pakkað vel inn án sykurpúðanna og geymd í ísskáp.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5