Linda Ben

Stórhættulega góðar kókos risarækjur

Recipe by
30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín | Servings: 3 manns

Mér finnst ótrúlega gaman að geta loksins deilt með ykkur þessari uppskrift þar sem þetta er besti rækjuréttur sem ég hef gert frá upphafi!

Ég gerði réttinn fyrir tveimur vikum síðan en loksins er uppskriftin að koma inn og ástæðan fyrir seinkuninni er að ég fékk heilahristing þegar ég var að elda þennan rétt, sem er ástæðan fyrir því að ég nefni uppskriftina stórhættulega góðar kókos risarækjur!

Ég var að elda í rólegheitunum heima hjá mér, þennan rétt nákvæmlega, var að velja mér krydd fyrir sósuna í efri skápunum, beygi mig svo niður í ofninn til þess að skoða hvernig rækjurnar höfðu það, en þegar ég rétti úr mér, rak ég mig svona heiftarlega í skápahurðina á kryddkápnum sem stóð óvart ennþá opin. Ég fann kúlu myndast strax sem er nokkuð óvenjulegt fyrir mig, en gerði samt lítið úr hlutunum, hrissti verkinn af mér og hélt áfram að elda.

Þegar ég var að klára að taka myndirnar af matnum var mér byrjað að líða svolítið illa, sem er ástæðan fyrir því að það eru bara tvær myndir til að þessum annars stórkostlega girnilegu rækjum. Matarlystin mín var ekki upp á sitt besta þrátt fyrir afar góðan mat, en það kom ekki að sök þar sem Ragnar og Róbert sáu til þess að ekki ein rækja færi til spillis!

Eftir matinn var ég hins vegar orðin afar slöpp og í stuttu máli þá brunuðum við upp á slysó þar sem ég var greind með heilahristing! Þið getið ekki ýmindað ykkur hvað mér finnst það furðulegt að hafa fengið heilahrinsting af því að rekast í skápahurð, en það er víst staðreynt málsins. Margir hafa spurt mig hvort ég hafi verið með einhver ofur tilþrif þegar ég rétti úr mér en svo var ekki, og ég fékk ekki skurð, bara hörku kúlu.

Næsta vikan fór því í það að liggja upp í rúmi og gera ekki neitt nema jafna mig. Það gekk svona hörkuvel og er ég því orðin hress núna, reynslunni ríkari. Hér eru allar skápahurðir alltaf lokaðar núna og búið að fara rækilega yfir allar slysavarnir á heimilinu, bara svona til öryggis.

Það er mjög fljótlegt að skella í þessa uppskrift, og guð minn góður, þið verðið sko ekki fyrir vonbrigðum, þær eru svo góðar!!!

Lofið mér bara að hafa allar skápahurðir lokaðar á meðan þið eruð að elda! 🙂

Stökkar kókosrækjur

Svona litu rækjurnar út áður en þær fóru inn í ofninn.

Stökkar kókosrækjur

Það passar mjög vel með þessum rækjum að bera fram spicy mangó margarítur

Stökkar kókosrækjur  Stökkar kókosrækjur

Ég bar þessar risarækjur fram með spicy mangó jalapenó margarítu og ótrúlega góðri shriracha jógúrt sósu

Stórhættulegar og stökkar kókosrækjur

  • 500 g risa rækjur með hluta af skelinni á
  • 1 dl hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 2 egg
  • 2 dl brauðrasp
  • 2 ½ dl stórar kókosflögur, muldar í minni bita
  • u.þ.b. 1 dl olía

Aðferð:

  1. Kveiktu á ofninum og stilltu á 200°C.
  2. Blandaðu saman hveiti, salti og pipar í eina skál, hærðu saman egg í aðra og blandaðu saman brauðraspi og muldum kókosflögum í þriðju skálina. Ástæðan fyrir því að ég mæli með að mylja stórar kókosflögur en ekki nota fínan kókos er að kókosflögurnar eru bragðbetri og áferðin betri, hinsvegar límast þær betur á rækjurnar ef flögurnar eru litlar. Mér fannst nóg að kremja flögurnar vel í lófunum.
  3. Byrjið á því að velta rækjunum vel upp úr hveitinu svo þær þekjist fullkomlega, velta þeim svo upp úr eggjunum svo þær þekjist alveg og svo loks upp úr kókosnum og reyna að festa eins mikið af kókosflögum á þeim og hægt er.
  4. Rækjunum er svo raðað á ofnplötu með smjörpappír, skvettið olíu yfir rækjurnar þannig smá olía fari á hverja rækju. Bakið svo inn í ofni í 15-20 mín eða þangað til rækjurnar eru eldaðar í gegn og raspurinn aðeins byrjaður að gyllast.

Jógúrt sriracha sósa

  • 2 msk grísk jógúrt
  • 2 msk sriracha sósa
  • 1 tsk karrí
  • safi úr ½ lime
  • lúka ferskt kóríander, smátt skorið

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman og sett í fallega skál

Stökkar kókosrækjur

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

One Review

  1. Anna

    Prófaði þessar um helgina og vá hvað þær eru góðar! Takk fyrir mig 🙂

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5