Linda Ben

Súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi

Recipe by
3 tímar

Undanfarið er ég búin að vera með algjört æði fyrir mini flipperum! Þetta er besta nammi í heimi ef þú spyrð mig. Þeir eru alls ekki eins og hefðbundnir sykurpúðar á bragðið, heldur svo miklu miklu betri.

súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi

Bollaköku uppskriftina hef ég gert ótal oft og þær slá alltaf í gegn! Ofur mjúkar og rakar kökur sem bráðna upp í manni.

súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi

súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi

súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi

súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi

Súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi

  • 100 g hveiti
  • 50 g kakó
  • ¾ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • ¼ tsk salt
  • 2 stór egg við stofuhita
  • 100 g sykur
  • 100 g púðursykur
  • 80 ml bragðlítil olía
  • 2 tsk vanilludropar
  • 120 ml ab-mjólk

Sykurpúða krem:

  • 250 g sykur
  • ½ dl síróp
  • ¾ dl vatn
  • 140 g gerilsneiddar eggjahvítur

Skraut:

  • 10 hafra kexkökur, muldar smátt niður
  • sykurpúðar

Aðferð, kökur:

  1. Stillið ofninn á 175°C.
  2. Hrærið saman eggjum, sykrinum, púðursykrinum, vanilludropunum og olíunni.
  3. Í aðra skál blandið saman hveitinu, kakóinu, lyftidufti, matarsóda og salti. Blandið þurrefnunum saman við eggjablönduna til skiptis við ab-mjólkina í nokkrum skrefum. Passið að hræra ekki of mikið saman, heldur stoppa um leið og allt hefur blandast saman.
  4. Setjið pappírs bollakökuform í bollaköku álbakka. Setjið deigið í formið en fyllið formin aðeins til helminga svo kökurnar verði ekki of stórar. Bakið kökurnar í 15-20 mín eða þangað til þær eru bakaðar í gegn. Takið kökurnar úr ofninum og kælið.

Aðferð, krem og skreyting:

  1. Setjið sykur, síróp og vatn í pott. Bræðið sykurinn og hitið blönduna að 117°C (notið nammi hitamæli ef hann er til, annars sjóðiði blönduna í nokkrar mínútur, þetta gengur út á það að engin sykurkorn séu eftir)
  2. Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær verða stífar, hellið þá sykursírópinu út í eggjahvíturnar í mjórri bunu og haldið áfram að þeyta í 10 mín eða þangað til þær eru orðnar mjög stífar aftur.
  3. Skiptið kreminu í tvo hluta, setjið annan hlutan í sprautupoka.
  4. Skerið gat ofan í bollakökurnar miðjar og sprautið kreminu ofan í gatið.
  5. Smyrjið hinum hlutanum af kreminu á kökurnar.
  6. Kveikið á ofninum og stillið á grillið. Raðið mini Flipperum á ofnplötu með smjörpappír. Setjið Flipperana inn í ofn og grillið þá í um það bil 3 mín eða þangað til kantarnir eru orðnir fallega brúnir. Það er mikilvægt að fylgjast rosalega vel með þeim inn í ofninum og líta aldrei af þeim, þeir geta ofbakast mjög hratt.
  7. Myljið kexkökurnar fínt niður, setjið mylsnurnar í skál eða á disk og veltið köku köntunum upp úr mylsnunum. Setjið mini Flipper ofan á hverja köku.

súkkulaði bollakökur með sykurpúða kremi og kexi

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5