Linda Ben

Tropical skyr skálar

Recipe by
15 mín
| Servings: 2 manns

Núna þegar byrjað er að verða örlítið vorlegt úti er gaman að fagna því með örlítið vorlegri færslu, jafnvel sumarlegri myndi einhver segja.

Það er eitthvað svo ótrúlega skemmtilegt við það að borða smoothie upp úr ananas, tekur venjulega hefðbundna morgunmatinn upp á annað stig og gerir lífið svo miklu skemmtilegra í leiðinni.

_MG_4922

_MG_4923

_MG_49k24

Það þarf sko ekki að vera hæfileikaríkur útskurðarmaður til að leika þetta eftir, allt er þetta mjög einfalt og lýst vel með myndum hér fyrir neðan. Skera ananasinn í tvennt, skera hring á ská ofan í ananasinn, skera ávöxtinn í lengjur og losa ávöxtinn frá börkinum með skeið. Næst er ananasnum skellt í matvinnsluvel með skyrinu og svo hellt aftur ofan í skálarnar. Svo er hægt að skreyta alveg eins og manni langar.

_MG_4858

_MG_4875

_MG_4876

_MG_4886

_MG_4891

 

_MG_4910

Tropical skyr skálar

  • 1 Ananas
  • 2 mangó skyr frá Örnu Mjólkurvörur
  • 1,5 dl fersk bláber
  • 2 msk kókosflögur
  • Nokkur lauf fersk mynta

Aðferð:

  1. Skerið ananasinn í tvennt, toppinn líka.
  2. Skerið skál ofan í ananasinn, passið að gata ekki börkinn, skerið ávöxtinn í lengjur og losið ávöxtinn frá börkinum með skeið. Kjarnhreinsið ávöxtinn.
  3. Setjið 2/3 af ávöxtinum í matvinnsluvél ásamt mangó skyrinu og blandið saman. Hellið blöndunni ofan í tilbúnu ananas skálarnar.
  4. Skreytið skálarnar með ferskum bláberjum, kókosflögum og ferskri myntu.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_4905

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5