Linda Ben

Vegan súkkulaðikaka með berjum og þeyttum vegan rjóma

Recipe by
1 klst
Prep: 25 mín | Cook: 35 mín

Vegan súkkulaðikaka með berjum og vegan þeyttum rjóma

Þessi yndislega góða kaka inniheldur engar dýraafurðir, hvorki egg né mjókurvörur. Hún er nokkuð ólík venjulegri súkkulaðiköku en miðað við að hún inniheldur hvorki egg né mjólkurvörur þá verð ég að segja að þetta er virkilega góð og vel heppnuð heilsusamleg súkkulaðikaka. Áferðin er þétt og rík af súkkulaði en þó er bragðið ekki of sætt.

Ég mæli með að þið skreytið þessa dásamlegu vegan súkkulaðiköku með mikið af berjum og berið hana fram með þeyttum vegan rjóma sem er búinn til úr kókosmjólk. Munið bara að setja kókosmjólkina inn í ísskáp sólahring áður en þið byrjið á kökunni.

Vegan súkkulaðikaka með berjum og vegan þeyttum rjóma

Vegan súkkulaðikaka með berjum og þeyttum vegan rjóma:

  • 100 g möndlumjöl
  • 180 g heilhveiti
  • 2 msk kakó
  • 100 g kókos sykur
  • 1 msk kartöflumjöl
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 60 ml sólblómaolía
  • 2 tsk vanilludropar
  • 375 ml möndlumjólk
  • 2 hörfræjar “egg” (2 msk hörfræjarmjöl blandað saman við 6 msk vatn og látið samlagast)
  • 100 g vegan súkkulaði, skorið smátt niður
  • 1 dós ísköld kókosmjólk með miklu fituinnihaldi (gott að láta hana standa yfir nótt í ísskáp)

Vegan súkkulaðikaka með berjum og vegan þeyttum rjóma

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 180°C.
  2. Útbúið svo hörfræjar “eggin” og látið standa sér.
  3. Í hrærivélaskál blandið saman möndlumjölinu, bókhveitimjölinu, kakóinu, sykrinum, kartöflumjölinu, lyftidufti, matarsóda og salti.
  4. Út í þá skál setjiði sólblómaolíuna, vanilludropana, möndlumjólk og eggin og blandið vel saman.
  5. Skerið niður súkkulaðið og setjið í deigið.
  6. Smyrjið 20 cm smelluform og setjið deigið í formið. Bakið í um það bil 35 mín eða þangað til kakan er bökuð í gegn.
  7. Setjið hrærivélaskálina og þeytarann inn í frysti í 30 mín áður en þið gerið rjómann.
  8. Passið að opna kókosmjólkur dósina varlega þannig að þið náið upp úr dósinni aðeins þykka hlutanum af mjólkinni en skiljið eftir fljótandi hlutann.
  9. Þeytið í ískaldri skál þangað til áferðin verður eins og á þeyttum rjóma, gott er að byrja varlega og auka svo hraðann. Ekki þeyta of lengi.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Vegan súkkulaðikaka með berjum og vegan þeyttum rjóma

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Allar vörur í þessa uppskrift fást í Kosti

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5