Linda Ben

Lífstíll

Sápur í skandinavískum stíl sem fegra heimilið

No Comments

Þessar fögru sápur prýða eldhúsvaskinn minn þessa dagana. Þær gera svo ótrúlega mikið fyrir heildar útlitið í eldhúsinu, ilma dásamlega og ég er ekki frá því að uppvaskið sé skemmtilegra fyrir vikið!

Fyrir mér skiptir það ótrúlega miklu máli að vera með fallegar sápur í eldhúsinu. Vaskurinn er í miðju eldhúsinu og ég legg því mikið upp úr því að hafa hann hreinan og fallegan.

Sápurnar eru frá sænska merkinu Vakinme og fást í Modern Faxafeni. Vakinme framleiða snyrtivörur í skandinavískum stíl þar sem einföldum litum, ilmum og útlínum er fagnað á svo dásamlega fallegan hátt. Til gamans má nefna að Vakinme snyrtivörurnar eru allar úr vottuðum lífrænum hráefnum, auk þess eru þær unnar í sátt og samlyndi við náttúru og umhverfi.

Ég heillast mjög mikið af öllu því sem er fallegt í einfaldleika sínum, svolítið yfirveguðu útliti sem er ekki að reyna að grípa athygli þína, heldur gerir það bara alveg óvart. Þegar ég sá þessar vörur í fyrsta skipti, fannst mér nánast eins og ég hefði hannað þær sjálf, allavega ef ég fengi að hanna snyrtivörur þá myndu þær líta nánast svona út.

Vörurnar þeirra koma í þremur mismunandi litum, svörtum, gráaum og hvítum, þar sem hver litur hefur sinn ilm. Svarti liturinn ilmar af lime, steinselju og myntu. Sá grái af rós og greipávöxt en sá hvíti af grænni sítrónu og bergamot. Ilmirnir eiga það sameiginlegt með útlitinu að vera einfaldi og fágaðir. Allir eru það góðir að ég átti mjög erfitt með að gera upp á milli og ákvað því að velja bara eftir útliti þar sem svörtu flöskurnar heilluðu mest. Ég á samt örugglega eftir að fá mér hinar týpurnar seinna og jafnvel blanda litum saman þar sem það gæti verið þægilegt að hafa handsápu og uppþvottalög í munandi lit.

_MG_9644

Ykkar, Linda Ben

Fylgstu með á Instagram!

Það væri gaman að fá þig í hóp fylgjanda á Instagram, ég pósta þar myndum á hverjum degi og set inn persónuleg innslög inn í story þar sem ég sýni frá mínu daglega lífi. Þú finnur mig þar @lindaben.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5