Linda Ben

Private: Lífstíll

Stílisering fyrir vínkynningu Rémy Martin

No Comments

Mér bauðst svo skemmtilegt verkefni um daginn en mér bauðst að stílisera viðburð fyrir eitt glæsilegasta koníakið á markarnum í dag, Rémy Martin.

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Hlutverk mitt sem stílisti viðburðsins var að kaupa öll hráefni sem þurftu að vera á viðburðinum, alla diska, áhöld, sá um að panta blóm og allt annað sem þurfti til að hafa viðburðinn sem glæsilegastann.

Viðburðurinn var hluti af stórri vínkynningu Vínnes og hét þessi nákvæmi viðburður Opulance Revealed. Aðeins sérvaldir gestir fengu að fara á þennan viðburð.

Markmið viðburðarins var að leyfa fólki að uppgötva nýjar hliðar þessa glæsilega koníaks í gegnum bragð og lyktarupplifanir.

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Mitt hlutverk var því að útvega allskyns mat og annað til að þefa af, stilla því svo upp á sem glæsilegasta hátt sem hægt var. Það vita það mögulega ekki allir að hægt er að túlka lykt og bragð í hágæða koníaki. Ég fékk einfaldlega lista af allskyns mat og hráefnum frá Rémy Martin sem ég átti að kaupa til að hafa á viðburðinum. Sá matur og hráefni höfðu verið valin af sérfræðingum þeirra til þess að átta sig betur á bragð og lyktarnótum koníaksins. Það er mikil fræði á bak við þetta og fjölmargir sérfræðingar sem koma að því að greina koníakið.

Sú lykt og það bragð sem maður finnur fyrst er það sem maður þekkt frá barnæsku en á svo erfiðara með að átta sig á öðrum lyktum. Með því að hafa allskyns mat og hráefni með koníakinu þá áttar maður sig betur á því hvaða bragð/lykt er af koníakinu og upplifunin verður dýpri og merkingarmeiri við smökkunina.

Þeir hlutir sem ég útvegaði eru sterkustu eða algengustu nótur koníaksins sem fólk finnur. Hver einn einasti aðili finnur önnur brögð og lyktir en sá næsti. Því voru þessir hlutir sem ég keypti fyrir boðið ekki tæmandi listi af því sem hægt væri að lykta og bragða af koníakinu.

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Það var magnað að upplifa hvernig vökvinn lifnaði við, við þessar aðstæður.

Kynnirinn sagði að maður greindi fyrst þá lykt sem maður hefur þekkt frá æsku. Ég sem er alin upp á mjög hefðbundnu íslensku heimili var bara ekki umvafin þeim lyktum og brögðum sem eru oft notuð til þess að lýsa vínum. Tek sem dæmi ferskar fíkjur, ferskar apríkósur, jasmín blómum og öðru slíku, mér finnst ég rétt byrja að kynnast þeim lyktum núna sem fullorðin einstaklingur. Því er það kannski ekki skrítið að við íslendingarnir erum oft ansi lost þegar kemur að svona hefðbundnum vínkynningum.

Ég hef áður farið í vínsmökkun erlendis þar sem við fengum aðeins vínglasið og svo var það sérfræðingur sem sagði okkur hvaða lykt og bragð við áttum að finna. Ég skal viðurkenna að oft gat ég engan veginn fundið þá lykt og bragð sem sérfræðingurinn sagði að við áttum að finna.

Því var þetta alveg stórkostleg upplifun á Opulance revealed viðburðinum og alveg tvennt ólíkt! Það að geta þefað og bragðað af hlutnum sem kynnirinn sagði að við ættum að geta fundið í koníakinu, er svo mikilvægt og gerir smökkunina svo mikið skemmtilegri! Það að geta áttað sig á bragði og lykt á vínkynningu er bara svo miklu betra, maður lærir virkilega að smakka koníak. Mín upplifun eftir kynninguna var að ég sem hafði aldrei smakkað koníak áður, kunni strax að meta koníak og gæti hugsað mér að drekka það aftur seinna.

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Viðburðar stílisering fyrir Remi Martin koníak

Þar sem þetta er eitt glæsilegasta koníakið á markaðinum var því mjög mikilvægt að viðburðurinn væri sem glæsilegastur. Því var það ekki síður mikilvægt að hafa alla diska, standa, áhöld, blóm og annað fallegt. Ég ákvað að hafa stíliseringuna hvíta, svarta og í viðartónum til þess að ávextirnir og allur maturinn myndi standa fallega út. Ég fór því og hitti vinkonur mínar í Ásbirni Ólafssyni og fékk glæsilega standana, diskana og allt annað frá þeim. Ég var gríðarlega ánægð með útkomuna og aðstandendur Remy Martin voru það líka.

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5