Linda Ben

Lífstíll

Súkkulaði popp frá Omnom í Eurovision partýið

No Comments

Vissir þú að Omnom, einn flottasti súkkulaði framleiðandi á Íslandi, er að gefa öllum Eurovision aðdáendum súkkulaði popp á morgun 9. maí?

súkkulaði popp frá omnom

Ég var svo heppin að næla mér í súkkulaði popp kassa frá Omnom en þetta er eitt það mest ávanabindandi nammi sem ég hef smakkað. Poppið er hjúpað með Omnom súkkulaði í fjórum mismunandi litum og bragðtegundum. Hindberja og lakkrís er rautt, blátt er bláber, gult er mangó og ástaraldin og grænt er matcha. Allar eru þær svo bragðgóðar að ég get ómögulega gert upp á milli.

súkkulaði popp frá omnom

Ég vil hvetja ykkur til þess að mæta í verlsun Omnom á Grandanum og næla ykkur í þetta ómótstæðilega popp á milli kl 11 og 18, hver getur sótt einn litríkan kassa á meðan birgðir endast. Halda svo gott eurovision partý með fjölskyldu og vinum, hvetja svo hana Svölu okkar áfram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5