Linda Ben

Private: Lífstíll

Innlit í 29 fm íbúð í 101 Reykjavík

6 Comments

Eins og ég sagði ykkur frá í þessari færslu erum við Ragnar að byggja okkur hús frá grunni. Á meðan framkvæmdunum stendur búum við í tæplega 29 fm íbúð í miðbænum. Það var dálítið skref fyrir okkur, þriggja manna fjölskyldu, að minnka við okkur um heila 210 fm, nánast ómögulegt myndu einhverjir segja. En með miklu skipulagi og útsjónarsemi hefur þetta gengið virkilega vel fyrir sig og okkur líður mjög vel í pínu litlu íbúðinni okkar. Þó svo að íbúðin sé afar lítil þá virkar hún alveg ótrúlega vel, hún er nefninlega alveg glettilega vel skipulögð. Áður en við tókum við íbúðinni þá hafði hún verið hluti af annari stærri íbúð, akkurat þar sem við sofum núna var áður eldhús, mér þykir það ótrúlega viðeigandi miðað við atvinnu mína. Við innréttuðum hana svo sjálf með eins hagkvæmum hætti og mögulega hægt var.

_MG_3454 copy

Það var margt sem þurfi að huga þegar við vorum að minnka við okkur. Þetta snýst nefninlega um meira en bara að setja lítil húsgögn inn í íbúðina. Nokkur dæmi um það sem við þurftum að gera var að fækka fötunum okkar, fækka öllu leirtaui, fækka snyrtivörunum, fækka skrautmunum og fækka dótinu sem strákurinn leikur sér með. Svo þurftum við að fara í gegnum alla muni sem við áttum og taka ákvörðun um hvort við vildum setja hlutinn í geymslu, henda honum og ef hann var nauðsynlegur fyrir okkur þá tókum við hann með okkur í litlu íbúðina.

_MG_3499

Það merkilega við það er að búa í þessari litlu íbúð, með svona lítið af dóti, er að okkur vantar sjaldan sem aldrei nokkuð. Auðvitað kemur það fyrir, eins og þegar við fórum til útlanda þá vantaði okkur ýmislegt sem við þurftum að ná í úr geymslu, en annars höfum við leytað mjög sjaldan í geymsluna. Ég er ekki frá því að lífið sé nokkrum stigum léttara í svona lítilli íbúð þar maður eyðir minni tíma í að hugsa um allt dótið sitt. En að sjálfsögðu hefur þetta allt kosti og galla (t.d. engin uppvöskunarvél), en núna einblínum við á það að horfa á kostina.

_MG_3477

Þegar við fluttum inn kom ekki til greina að gefa neitt eftir hvað varðar að hafa fínt í kringum okkur. Fyrir mér er það alltof mikilvægt og hefur það mikið að segja fyrir sálartetrið mitt. Eitt það mikilvægsta við að búa í svona litlu rými og að hafa það skikkanlegt, er að hver einn og einasti hlutur VERÐUR að eiga sinn stað. Það þýðir ekkert að koma með neitt inn í íbúðina sem á ekki að vera þar, því annars verður eins og íbúðin sé í rústi. Einnig finnst mér mikilvægt að hafa liti hlutlausa. Til dæmis þá keyptum við fyrst grænt áklæði á sófann en það reyndist alltof mikið álag á íbúðina og “smitaði” liturinn rosalega út frá sér í andrúmsloftið, mér leið alltaf eins og ekkert passaði saman. Eftir að við skiptum yfir í þetta dökk gráa áklæði varð andrúmsloftið mikið léttara hér inni.

_MG_3485

Þegar við fluttum gátum ekki notað neitt af húsgögnunum okkar, fyrir utan 4 stóla við eldhúsborðið sem eru hér einungis þrjóskunnar vegna og eru látnir passa hingað inn. Við keyptum bara húsgögn í ódýrari kantinum sem bjóða upp á þann möguleika að það er hægt að breyta þeim, svo við getum notað þau áfram eftir að við flytjum héðan.

_MG_3507

Á “ganginum” erum við með skáp en í honum komum við fyrir öllu útidóti, rafmagnsdóti eins og tölvum, kertum, skrautmunum og öðru. Af augljósum ástæðum erum við ekki með fataskáp fyrir yfirhafnirnar okkar en við keyptum okkur fallegan snaga sem gerir mikið fyrir rýmið.

_MG_3j65

Stofan og eldhúsið er í sama rýminu. Við létum eldhúsinnréttinguna þekja einn vegginn frá gólfi og upp í loft, en innréttingin rýmir alveg ótrúlega mikið. Þar sem rýmið er mjög lítið vildi ég hafa innréttinguna hvíta, slétta og höldulausa. Inn í þessu pínu litla eldhúsi geri ég flest allar uppskriftir fyrir bloggið og tek allar myndir. Það hefur þó komið fyrir að ég fái eldhús systir minnar lánað en ég er svo heppin að eiga mjög þolinmóða systur sem á gullfallegt eldhús. 

_MG_3k462

_MG_3j468

Þó svo að íbúðin sé lítil þá er svefnherbergi í henni sem gerir gæfumuninn. Inn í herbergið smellpassar ágætlega stórt rúm og góður fataskápur. Á veggina settum við hirslur og hillur sem geymir dót sonarins.

_MG_3514

_MG_3521

Baðherbergið er alveg ogguponku lítið, en það er víst svipað á stærð og góður sturtuklefi í venjulegum húsum. Inn í það passar þó allt það nauðsynlegasta, klósett, sturta, vaskur með skáp undir og speglaskápur með ljósi fyrir allt snyrtidótið okkar. Ég tók því miður ekki mynd af baðherberginu en fyrir forvitna þá getiði séð innlitið í heildsinni á Instagraminu mínu í story sem heitir Innlit (bara hægt að skoða í síma).

IMG_2024

Ég og Ragnar að vinna í húsinu sem við erum að byggja

Ástæðan fyrir því að ég er hér að fjalla um þessa pínu litlu íbúð okkar er að ég veit, að ég hef veit mörgum innblástur á Instagram til þess að láta drauma sína verða að veruleika. Það er nefninlega hægt að gera ótrúlegustu hluti ef þú ert tilbúin til þess að fórna ákveðnum þægindum yfir ákveðið tímabil, framfylgja erfiðum verkefnum og taka stórar ákvarðanir. Það sem ég er að reyna að segja er: ef þú dembir þér í djúpu laugina með útsjónasemi og jákvæðnina í botni, þá muntu læra að synda! Mundu bara að njóta þó hlutirnir séu erfiðir um tíma, því þetta eru hlutirnir sem skapa líf þitt. Lífið er eins gott og dagurinn í dag er.

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

6 comments on “Innlit í 29 fm íbúð í 101 Reykjavík

  1. Sæl Linda

    Ekkert smá flott og snyrtileg íbúð hjá ykkur. Mig langar til þess að forvitnast hjá þér hvaðan eldhúsborðið er og svarti skenkurinn með hringlótt speglinum fyrir ofan? ????

    Star
  2. Sæl Aldís

    Takk fyrir kærlega <3 Eldhúsborðið keypti ég á að mig minnir 3000kr í IKEA og skenkurinn er Bestå úr IKEA

    Kveðja Linda

  3. Sæl Linda

    Ofsalega falleg íbúðin ykkar mig langar lika að forvitnast hvar fekkstu þessar hvítu litlu hillurnar sem eru í eldhúsinu
    Kv Sonja

    Star
  4. Sæl Sonja

    Takk fyrir kærlega, hilluna litlu fékk ég í Epal en hún heitir String Pocket 🙂

    Kveðja Linda

  5. Sæl, ofsalega smart og vel nýtt hjá þér. Langar að forvitnast, hvar fékkstu alla hangandi blóma pottana?

    Star
  6. Sæl Silja

    Takk fyrir það, ég fékk blómahengin í Marr vefverslun (marr.is) en þau eru líka með æðisleg vegghengi, mæli mikið með! 🙂

    Kveðja Linda

Comments are closed.