Linda Ben

Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

Þetta grænmetisbollu spagettí er með því einfaldara sem hægt er að smella saman í eldhúsinu, en bragðið er heldur ekkert slor!

Grænmetis bollu spagettí, grænmetisréttir í viku, anamma

Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

  • 250 g spagettí
  • ¼ laukur, smátt skorinn
  • 5-7 sveppir
  • 3 litlir hvítlauksgeirar eða 2 venjulegir
  • 250 g kirsuberjatómatar
  • 500 ml tilbúin pastasósa sem þér finnst best
  • Oreganó
  • Salt og pipar
  • Grænmetisbollur
  • Ferskt basil

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott og hitið að suðu, setjið salt og ólífu olíu í pottinn og svo spagettíið, sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið laukinn smátt og sveppina, steikið létt á pönnu upp úr ólífuolíu. Bætið svo frosnu bollunum á pönnuna og steikið áfram.
  3. Setjið sósuna á pönnuna, mér finnst gott að bæta við smá oreganó, salti og pipar. Bætið spagettíinu út á pönnuna og smá af pastavatni ef ykkur finnst vanta meiri sósu.
  4. Skreytið með fersku basil

Grænmetis bollu spagettí, grænmetisréttir í viku, anamma

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5