Linda Ben

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Recipe by
1 kist og 30 mín
Cook: 30 mín

Ég er núna búin að vera reyna skrifa texta um þessa köku í þónokkuð langan tíma sem lýsir þessari köku rétt. Hún er nefninlega einstaklega góð og erfitt að koma því í orð sem lýsir henni rétt. Kakan er einstaklega rakamikil og unaðslega mjúk en það lýsir henni samt ekki nógu vel finnst mér.

Ein trufflaðasta djöflaterta sem ég hef nokkurntíman séð og örugglega fleiri sem tengja við þetta, er djöflatertan í Matthilda myndinni sem kom út þegar ég var krakki. Hún er að mínu mati er hún “the ultimate” djöflaterta og ég man hvað ég varð dolfallin af þessari köku sem krakki. Ég vorkendi auðvitað stráknum að þurfa borða hana alla í einu og var hún ekki framsett á girnilegan hátt, en vá sú leit út fyrir að vera góð á sama tíma ????

Einhverra hluta vegna er Matthilda kakan sú eina sem poppar upp í hausinn á mér til þess að lýsa þessari köku. Svona ótrúlega raka mikil og svakalega djúsí! ????

Kremið er svo eitthvað allt annað gott. Það er ofur mjúkt og loftmikið, alls ekki væmið heldur kröftugt og bara alveg hrikalega gott verð ég að segja þar sem mig vantar enn og aftur betri lýsingarorð til að lýsa því.

Ef þú fýlar hins vegar ekki kaffibragð í kremi eða vilt gera barnavæna útgáfu þá mæli ég með að skipta kaffinu út fyrir rjóma. Það er þó ekki hægt að greina kaffibragðið í kökunni og því óþarfi að skipta því út kaffinu í kökunni sjálfri.

Ég ætla því að leyfa myndunum að tala sínu máli, þá sjáið það sem ég er að tala um ❤️

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Barnavæn/kaffibragðslaus útgáfa: Skipta kaffinu út fyrir rjóma í kreminu, ekki sleppa kaffinu í kökunni sjálfri þar sem ekki er hægt að greina kaffibragð í henni heldur aðeins dýpra kakóbragð.

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

  • 1 ¾ dl bragðlaus olía
  • 3 egg
  • 2 ¼ dl súrmjólk/ab-mjólk
  • 4 dl sykur
  • 1 ¾ dl kakó
  • 4 ¾ dl hveiti
  • 1 ½ tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 1 ¼ dl mjög sterkt kaffi við stofuhita

Besta súkkulaði kremið

  • 400 g smjör
  • 200 g rjómaostur
  • 600 g flórsykur
  • 100 g kakó
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 dl mjög sterkt kaffi við stofuhita (má skipta út fyrir rjóma ef þú vilt ekki kaffi)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á undir og yfir og 175°C.
  2. Hrærið saman olíu, eggjum og súrmjólk.
  3. Í aðra skál blandið saman sykri, kakó, hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti, bætið því svo saman við eggjablönduna.
  4. Bætið því næst kaffinu saman við og hrærið öllu þar til blandað saman.
  5. Smyrjið tvö 18 cm form og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  6. Kælið botnana og skerið kúfaða toppinn af botnunum þannig þeir eru flatir.
  7. Til að gera kremið hrærið smjörið þar til það er létt og loftmikið. Bætið rjómaostinum saman við og því næst flórsykrinum, kakóinu og kaffinu, hrærið þar til létt og loftmikið.
  8. Setjið neðri kökubotninn á kökudisk og u.þ.b. ¼ af kreminu á botninn, setjið því næst seinni botninn og hjúpið kökuna með kreminu. Takið svo skeið og búið til áferð með bakinu á skeiðinni með því að þrýsta henni í kremið og toga út.

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

9 Reviews

  1. Linda María

    Virkilega góð kaka og kremið er tryllt! Að mínu mati aðeins of stór uppskrift af kremi, örlítið of mikið af því góða 🙂

    Star
  2. Gerður

    Tvímælalaust besta súkkulaðikaka sem ég hef bakað !

    Star
  3. Erna

    Geggjuð kaka og kremið er algjörlega fullkomið og allir sem smökkuðu höfðu á orði að þetta væri besta krem í heimi!

    Star
  4. Linda

    En ótrúlega gaman að heyra það! Takk fyrir! ????❤️❤️

  5. Linda

    Frábært! Vá hvað það er gaman að heyra það! Takk fyrir að láta vita ????❤️

  6. Inga Dís

    By far besta djöflaterta sem ég hef smakkað ????

    Star
  7. Máney

    Ég er vanalega ekki mikið fyrir súkkulaðikökur, en ég gæti borðað þessa köku í öll mál???? Kremið er líka sjúklega gott!

    Star
  8. Hulda

    Þessi er alveg geggjuð!

    Star
  9. Linda

    Gaman að heyra það, takk fyrir að láta mig vita! ❤️

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5