Áramóta númera ostakaka með hvítri súkkulaði mousse

Recipe by
2 klst
| Servings: Unnið í samstarfi við My Sweet Deli

Þeir sem hafa eitthvað fylgst með köku tískunni í ár hafa eflaust ekki látið númera kökurnar fram hjá sér fara.

Mig hefur langað að gera þessa týpu af kökum frá því að ég sá þær fyrst en hef ekki lagt í það fyrr en nú.

Það skemmtilega við svona númerakökur er að það er hægt að gera þær með svo fjölbreyttum hætti, en í grunnreglurnar ganga út á það að sprauta doppum á tölur sem eru gerðar úr kökum og skreyta svo með fallegum berjum, ætum blómum og fleiru fallegu.

Þetta er alveg ótrúlega einföld útfærsla af númeraköku. Ég keypti einfaldlega tilbúnar ostakökur, skar þær út í 2019, gerði hvíta súkkulaði mousse og skreytti. Þetta var dúllerís vinna en samt afar einfalt.

2019 ostakaka, númera kaka, number cake, áramóta eftirréttur

2019 ostakaka, númera kaka, number cake, áramóta eftirréttur

2019 ostakaka, númera kaka, number cake, áramóta eftirréttur

2019 ostakaka, númera kaka, number cake, áramóta eftirréttur

Það sem þú þarft er:

 • 4 stk My Sweet Deli New York ostakökur (fást í Fjarðarkaup og Hagkaup)
 • Hvít Súkkulaði mousse
 • Súkkulaðihúðuð jarðaber
 • Brómber
 • Myntu súkkulaði plötur
 • Æt rauð blóm
 • Silfurlitað matarglimmer

Hvít súkkulaði mousse

 • 2 ½ dl rjómi
 • 2 ½ dl hvítt súkkulaði
 • 200 g rjómaostur
 • 3 msk flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • Örlítið salt

Aðferð:

 1. Takið kökurnar úr frysti og úr umbúðunum.
 2. Stífþeytið rjómann og geymið.
 3. Bræðið hvíta súkkulaðið varlega.
 4. Þeytið rjómaostinn, 3 msk flórsykur, vanilludropa og salt í skál. Blandið þeytta rjómanum saman við varlega með sleikju.
 5. Setjið í kæli í 2 klst og setjið svo í sprautupoka með hringlaga stút (u.þ.b. 1 cm þvermál).
 6. Á meðan mousse-in er í kæli skeriði kökurnar í 2019 form.
 7. Byrjað er á því að taka 1 köku í einu úr bakkanum og setja á skurðarbretti. Teiknið 2 á fyrstu kökuna þannig að talan er 4 cm breið alla leið. Takið beittan en nettan hníf og skerið útlínurnar og flytjið varlega á langan kökudisk með því að stinga kökuspöðum undir, það gæti verið gott að stinga nokkrum kökuspöðum undir og fá hjálp við að flytja kökuna. Endurtakið fyrir 0, 1 og 9.
 8. Þegar allar kökurnar eru komnar á kökudiskinn, takiði sprautupokann og sprautið doppum á kökurnar allar. Raðið súkkulaðihúðuðu jarðaberjunum, brómberjunum, blómunum, myntu súkkulaðinu og silfurlitaða matarglimmerinu á kökuna.

2019 ostakaka, númera kaka, number cake, áramóta eftirréttur

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

2 Reviews

 1. Þórdís Wathne

  Svakalega flott… Hvar fékkstu þessi blóm?

  Star
 2. Linda

  Takk fyrir það, ég keypti þau í Krónunni 🙂

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5