Linda Ben

Karamellufylltar súkkulaðibita smákökur

Recipe by
1 klst
| Servings: u.þ.b. 25 kökur

Velkomin aftur!

_MG_2155

_MG_21k64

Þetta var heldur betur dramatísk vika en síðan mín www.lindaben.is lá niðri í meir en viku og það á versta tíma! Núna þegar allir eru að byrja jólabaksturinn er ekki gott að geta ekki nálgast uppskriftir af girnilegum kökum eins og þessum. En allt er gott sem endar vel, og jeminn eini hvað það er gott að vera komin með síðuna upp aftur!

_MG_2j157

_MG_2179

_MG_2174

Svo ég best viti þá lifðu allar uppskriftirnar hrunið af nema ein og var það uppskriftin sem ég fékk flestar fyrirspurninar um á meðan síðan lá niðri. Ég sýndi líka frá því þegar ég bakaði þessar kökur á Instagram þar sem viðtökurnar voru mjög miklar, greinilegt að þessar karamellu fylltur súkkulaðibita smákökur slóu vel í kramið hjá mörgum.

Hér kemur því uppskriftin inn í annað skipti.

Karamellufylltar súkkulaðibita smákökur:

  • 2,5 dl púðursykur
  • 1  dl sykur
  • 230 g smjör við stofuhita
  • 2 stór egg
  • 6 dl hveiti
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 2 tsk vanilludropar
  • 150 g súkkulaðibitar
  • 2 pakkar karamellufyllt súkkulaði

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 165°C
  2. Byrjið á því að hræra saman sykur og smjör þangað til blandan verður létt og loftmikil.
  3. Setjið eggin út blönduna, eitt í einu.
  4. Setjið hveiti, matarsóda og salt út í og blandið varlega saman.
  5. Bætið vanilludropunum saman við ásamt súkkulaðibitunum og blandið saman varlega með sleikju.
  6. Útbúið kúlu úr deiginu og fletjið það svo út í lófanum, setjið eitt karamellufyllt súkkulaði og lokið svo súkkulaðið inn (smá mynd). Fletjið kökuna svolítið út og setjið á smjörpappír. Bakið inn í ofni í um það bil 15 mín eða þegar kökurnar eru örlítið byrjaðar að brúnast. Passið samt að baka þær ekki of mikið því þær eru bestar þegar þær haldast aðeins mjúkar eftir að þær hafa kólnað.

_MG_2145

_MG_2146

_MG_2148

_MG_2174

_MG_2155

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben

Þessi færsla er kostuð.

One Review

  1. Rut

    Æðislegar þessar 🙂
    Var að baka þær aftur þvi þær kláruðust strax:-)

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5