Linda Ben

Djúsí steikarsamlokur með karamelluðum lauk og stökku Lava Cheese

Recipe by
40 mín
| Servings: 4 litlar samlokur

Ég hef svolítið verið að prófa mig áfram með steiktan ost og oftar en ekki hefur það komið alveg virkilega vel út að matreiða með honum. Ég og fjölskyldan prófuðum um daginn að setja hann á hamborgara og við urðum alveg virkilega hrifin. Þessi stökki þáttur á svo ótrúlega vel við djúsí mat. Út frá þessari hamborgara tilraunastarfsemi kviknaði hugmynd af þessum djúsí steikarsamlokum.

Ég vildi hafa samlokurnar með sterkum kontröstum. Sætur keimur á móti þeim sterka, djúsí á móti því stökka. Því ákvað ég að setja piparrótasósu og karamellaðan rauðlauk með vel piprari nautasteik. Svo bræddi ég brie ofan á kjötið og toppaði hann svo með stökkum og sterkum steiktum osti. Þið getið rétt ýmindað ykkur hvað þetta bragðaðist guðdómlega vel!

 

_MG_5360

 

Djúsí steikarsamlokur með karamelluðum lauk og stökku Lava Cheese

  • 250 g nautakjöt að eigin vali (ég notaði nauta innralæri)
  • 2 tsk olía
  • Pipar og salt
  • 4 lítil baguette
  • Piparrótasósa
  • Rauðlaukur
  • 2 msk olía
  • Rucola salat
  • Brie
  • Steiktur ostur

Aðferð:

  1. Piprið nautasteikurnar vel, hitið riflaða pönnu mjög vel, setjið örlítið af olíu á pönnuna og steikið steikurnar þangað til þær eru eldaðar eins og þér finnst best að hafa nautakjöt. Látið kjötið jafna sig á við stofuhita í 10 mín 0áður en það er skorið í fremur þunnar sneiðar. Saltið kjötið eftir smekk.
  2. Skerið rauðlaukinn niður. Steikjið hann við meðal hita upp úr 2 msk olíu í um það bil 15 mín eða þangað til hann er orðin mjög mjúkur og sætur.
  3. Hitið baguette brauðin í ofni þangað til þau eru orðin heit í gegn og svolítið stökk. Skerið brauðin í helminga og smyrjið hvorn helminginn með piparrótarsósu. Stillið ofninn á grillið.
  4. Raðið rucola, karamelluðum lauk og kjötsneiðum á annað brauðið og setjið góða sneið af brie yfir. Setjið brauðið inn ofninn og grillið ostinn í u.þ.b. 3 mín eða þangað til hann er bráðnaður. Brjótið nokkur steiktan ost yfir og lokið samlokunni.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_5374

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð, en það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunni.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5