Linda Ben

Ferskt salat með appelsínum, döðlum og kryddaðri lime sósu

Ég tel að lykillinn að góðu salati sé í hráefnunum sem þú notar og góðri salat dressingu. Ég persónulega er allavega ekki hrifin af þurrum salötum og er alltaf að leita að góðri salatdressingu. Ég nota líka salatdressingar alveg óspart og elska það.

ferskt salat með appelsínum og döðlum

Það er vel hægt að leika sér svolítið með þessa uppskrift, ég bar salatið fram með bleikju en það er einnig hægt að rífa niður foreldaðan kjúkling og bæta út í salatið, þannig er maður komin með alveg ótrúlega ljúffengt og gott kjúklingasalat.

Hvernig sem þú berð þetta salat fram þá er það ferkleiki út í gegn!

Ferskt salat með appelsínum, döðlum og kryddaðri lime sósu:

  • U.þ.b. 2 líkur salat
  • 1 rauð paprika
  • 1 appelsína
  • 10 ferskar döðlur
  • 1 stórt avocadó
  • 2 msk fetaostur
  • 2-3 msk krydduð lime sósa

Aðferð:

  1. Skolið allt grænmetið og þerrið það vel.
  2. Rífið salatið gróft niður, skerið paprikuna í bita, flysjið appelsínuna og skerið hana í bita. Fjarlægið steinana úr döðlunum og skerið þær í u.þ.b. 6 bita, kjarnhreinsið avocadóið og skerið það líka í bita.
  3. Setjið fetaostinn og 2 msk af krydduðu lime sósunni yfir salatið, blandið öllu mjög vel saman. Raðið salatinu á disk og setjið meiri sósu yfir ef ykkur finnst vanta.

ferskt salat með appelsínum og döðlum

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur ekki áhrif á frásögn mína.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published.

*

1 2 3 4 5