Linda Ben

Ferskt salat með burrata osti og hráskinku á tvo vegu

Recipe by
15 mín
Prep: 10 mín | Cook: 5 mín

Burrata er ferskur ítalskur ostur búinn til úr mozarella og rjóma. Ytri skel ostsins er þéttur mozarella ostur en inn í henni er að finna rjómakenndan ost sem er mjúkur og blautur.

Ég smakkaði þennan ost í fyrsta skipti ekki fyrir svo löngu, ég og maðurinn minn pöntuðum okkur hann á veitingastað erlendis sem sameiginlegur réttur. Osturinn var borinn fram með baguette brauði, tómötum og extra virgin ólífu olíu. Þessi fáu, hreinu, beinu, einföldu innihaldsefni sköpuðu fullkomna samsetningu sem við höfum ekki getað hætt að hugsa um!

Ferskt salat með burrata osti og hráskinku

Ferskt salat með burrata osti og hráskinku

Ferskt salat með burrata osti og hráskinku

Þessi réttur sem ég og maðurinn minn smökkuðum saman erlendis var mér ofarlega í huga þegar ég setti þetta salat saman, svo ofarlega að ég varð bara að bera það fram sem brusettur líka sem heppnaðist ótrúlega vel.

Ferskt salat með burrata osti og hráskinku

Ferskt salat með burrata osti og hráskinku

Sætir baunabelgir eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna en ég er alveg að elska þetta grænmeti þessa dagana. Ég hef verið að kaupa þá í Costco en ef þú átt ekki leið þína þangað og gengur erfiðlega að finna þetta annarsstaðar þá er einnig hægt að nota ferskan aspas.

Ég mæli með að bera salatið fram á einstaklings diskum en það er ástæðan fyrir því að ég gef uppskriftina upp miðað við disk. Þá er líka einfalt fyrir þig að margfalda með fjöldanum sem þú ert að elda fyrir. Ég ákvað að gera það sama fyrir snitturnar, miðaði uppskriftina við 2 snittur á mann.

Salat (1 diskur)

  • ½ ferskur burrata ostur
  • 3 sneiðar hráskinka
  • Rúkóla salat
  • 5 stk kirsuberja tómatar
  • 6 stk sætir baunabelgir
  • Nokkur lauf ferskt basil
  • Salt og pipar
  • 2-3 msk ólífu olía
  • 2 sneiðar súrdeigs baguette brauð

Brusettur (1 sneið)

  • 2 msk ferskur burrata ostur
  • 1 sneið hráskinka
  • 3 lauf rúkóla salat
  • 2 kirsuberja tómatur
  • 6 stk sætir baunabelgir
  • 2-4 lauf ferskt basil
  • Salt og pipar
  • 1 msk ólífu olía
  • 2 sneiðar súrdeigs baguette brauð

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kveikja á ofninum, stilla á 240ºC og á grillið.
  2. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Skerið tómatana í tvennt og raðið þeim opnu hliðina upp og sætu baunabelgina með. Saltið og piprið og dreifið svo Filipo Berio ólífu olíu yfir. Bakið inn í ofni í 5 mín.
  3. Eftir því hvort ætlunin sé að gera salat eða brusettur þá raðar þú öllum innihaldsefnum á disk eða ristaðar baguette sneiðar, saltar og piprar, dreifir svo vel af Filipo Berio ólífu olíu yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ferskt salat með burrata osti og hráskinku

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur ekki áhrif á frásögn mína.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5