Linda Ben

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Recipe by
45 mín
Prep: 25 mín | Cook: 20 mín | Servings: 4-5 manns

Þennan pizzabotn er hægt að útbúa með stuttum fyrirvara eða löngum, allt eftir því sem hentar, því nóg er að láta hann hefast á meðan áleggið er útbúið.

Þið ráðið algjörlega hvort þið veljið að setja þennan hvítlauks risarækju topp eða setjið hefðbundið pizzaálegg sem ykkur finnst gott. Ég gæti þó ekki mælt meira með risarækjunum! Þetta er ólíkt öllum sjávarrétta pizzum sem ég hef smakkað áður, það mætti líkja þessu meira við dásamlegt, bragðmikið og djúsí hvítlauksbrauð með risarækjum. Semsagt, alveg hrikalega gott!

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Fljótlegt pizzadeig:

  • 250 ml volgt vatn
  • 2 msk olífu olía
  • 7 dl hveiti (ég setti 5 dl hveiti og 2 dl heilhveiti)
  • 2 tsk þurrger
  • 2 tsk salt
  1. Ef þið ætlið að baka strax út deiginu þá kveikiði á ofninum og stillið á 240°C.
  2. Setjiði gerið út í vatnið og hrærið saman.
  3. Blandiði hveiti og salt saman í skál.
  4. Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.
  5. Bætið ólífu olíunni útí og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.
  6. Skiptið deiginu í 2 hluta, ef þið viljið þá er hægt að fletja deigin beint út eða láta þau hefast inn í ísskáp í allt að 5 daga.
  7. Fletjið deigin út.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Fljótleg heimabökuð pizza með hvítlauks risarækjum

Þessi risarækju hvítlauks toppur er með þeim betri sem ég hef smakkað! Það á ekki að setja neina pizzasósu undir, heldur setja olíuna í ostinn og dreifa yfir pizzuna. Útkoman verður alveg hrikalega djúsí, bragðmikil og æðislega góð!

Hvítlauks risarækju pizzatoppur:

  • 1 dl ólífu olía
  • 10-12 hvítlauksgeirar
  • 1,5 stór lúka af seinselju
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 2 pokar rifinn pizzaostur
  • 400 g risarækjur
  • þurrkað chilli krydd (val)
  1. Hitið ólífu olíuna varlega á pönnu á lágum hita, setjið hvítlauksgeirana út á olíuna, það er gott að brjóta geirana smá fyrst svo meira bragð komi úr þeim. Látið standa í heitri olíunni í 5 mín.
  2. Takið hvítlaukinn upp úr olíunni og steikið risa rækjurnar upp úr olíunni, kryddið með salt og pipar. Steikið rækjurnar í 1 mín á hvorri hlið.
  3. Setjið steinselju, sítrónubörkinn og hvítlaukana í matvinnsluvél og maukið saman.
  4. Setjið rifna ostinn í stóra skál, blandið steinseljumaukinu saman við og hellið olíunni yfir.
  5. Dreifið ostinum yfir pizzudeigin og raðið rækjunum yfir.
  6. Bakið í um það bil 15-20 mín eða þangað til botninn er eldaður í gegn og osturinn aðeins byrjaður að brúnast.
  7. Ef þið viljið þá er mjög gott að setja örlítið af þurrkuðum chilli flögum yfir.
Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5